Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Side 7

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Side 7
lifði hrun síns pólitíska skipulags og þeirra hugmynda, er höfðu runnið undir það. Sá maður, sem átti mestan persónulegan þátt í falli þeirrar skipunar, er Metternich hafði gert, var prússneskur aðalsmaður, Bis- marck, járnkanslarinn. II. Blóð og járn. Millilandaskipan Evi'ópu hvíldi fram yf- ir miðja öldina að mestu leyti á samkomu- lagi því og samningum, sem gerðir voru í Vín og París 1815. En auk hinna pólitísku samninga gerðu þjóðhöfðingjar Evrópu sáttmála einn, sem bar á sér blæ trúarinn- ar og heilagleikans, Hið heilaga bandalag, eins og það var kallað. Þeir lofuðu hátíð- lega að láta kærleiksboðorð kristindómsins ráða gerðum sínum í milliríkjamálefnum og styðja hvern annan með ráði og dáð, ef nauðsyn krefði. Kaldrifjaðir stjórnmála- menn, eins og Metternich og Castlereagh, kölluðu sáttmálann háværan hégóma, enda kom það fljótt á daginn, að hagsmunir ríkjanna urðu ekki hamdir innan vébanda hans. Strax eftir miðja öldina lendir Frakk- landi og Englandi saman við Rússa, sem voru farnir að renna öfundaraugum til hins limafallssjúka Tyrkjaveldis á Balkan- skaga. Krímsstriðið gerði vonir Rússa um Frönsk skopmynd af Bismarck, sem málar Elsas-Lothringen „Bcrlínar-blátt“, Hér er frönsk teikning um skaðabótagreiðsl- wr Frakklands til Þýzkalands eftir stríðið 1870. Myndin á að sýna Bismarck. Þegar liann er búinn að „taka Frakklandi blóð“, þá dælir hann frá því gullinu. landvinninga á þessum slóðum að engu — um stund — og olli miklu róti í millilanda- málum álfunnar. En hitt skipti þó meiru máli, að skipulag Vínarfundarins í Mið- og Suður-Evrópu tók allt að liðast í sundur. Konungsríkið Sardinía á Italiu tók í sínar hendur þjóð- lega sameiningu landsins og varpaði af sér oki Austurríkis með aðstoð Frakklands. Þessi viðburður hafði hin mestu áhrif í Þýzkalandi, sem var bútað í fjölda smá- ríkja og átti ekki þak yfir höfuðið á sér sem samfellt ríki. Pi'ússland var stærsta og voldugasta ríkið í Þýzka bandalaginu og virtist fyrir margra hluta sakir vera kjörið til þess að gefa þýzku þjóðinni sam- eiginlegt föðurland. Haustið 1862 tók nýr forsætisráðherra við embætti í Prússlandi. Hann hét Ottó von Bismarck, kunnur frá byltingarárinu 1848 sem „óður afturhalds- maður“. Hann hneykslaði nær alla, fylgis- menn jafnt sem fjendur, og fór ekki dult með það, að málin yrði ekki leyst á okkar tímum með mælsku, heldur með járni og Framhald á bls. 14, ÚTVARPSTÍÐINDI 7

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.