Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 8
Utvarpinu að ^akka. Smásaga e fiir HULDU. Þegar Hallormur gamli í Lækja- tungu burtkallaðist úr þessum heimi, voru dætur hans giftar á burt, allar þrjár, og synir hans, Askur og Örn, komnir á fertugsaldur. Þeir bjuggu áfram rausnarbúi með móður sinni og ekkert breyttist við fráfall gamla mannsins, nema að nú heyrðust ekki lengur köll hans og fyrirskipanir um allan Lækjatungubæ. Hallorm- ur hafði, sem sé, verið andlega hress, þó að gigtin leyfði honum ekki fótavist hin síðustu missiri. Og hann hafði verið húsbóndi á sínu heimili og skipað fyrir um allt, smátt og stórt, sem herforingi. Kona hans og synir voru herdeildin hans, ásamt kaupafólki sumarsins og Þór- mundi gamla fjósamanni. Og það var vel æfð herdeild, sem hlýddi þegjandi og tafarlaust skipunum foringjans, svo að hann gat í næði notið tómstundanna, þegar sál hans hafði kallað: Hvíld! — mett af margskonar fyrirskipunum. Her- deildin þurfti enga hvíld. Sjálfur las hann upphátt í Islendingasögum eða ættartölum í hléunum. Dytti honum svo skyndilega í hug einhver einstök fyrirskipun, kallaði hann hana upp, hárri raustu, — og las svo áfram, í dimmum og lágum ánægjurómi. Allt í Lækjatungu, úti sem inni, bar blæ af fyrirmælum Hallorms bónda — allt frá eiginnöfnum barna hans og auknefnum fólksins til heit- anna á keldupyttunum neðan við túnfótinn og klettadröngunum uppi í Bæjarbrekkunni. Hallormi kom það ekkert við, hvað eitt eða annað 8 í landareign hans hafði verið nefnt áður en hann varð sjálfseignarbóndi í Lækjatungu, hann gaf öllu nafn sjálfur eins og landnámsmennirnir forðum. Einn hafði hann ráðið nöfn- um barna sinna: Askur og örn, Sól- vör, Mýrgjól og Mæfa Tungusól voru sprottin upp í hans eigin huga. Og hann var harðánægður með þessi fornu og snjöllu nöfn. Sjálfur var hann svo heppinn að heita Hallorm- ur Bersason, og eiga konu, sem hét Þórelfur, — hann kallaði hana Þór- elfi bæjarbót. Allir fundu, að það var réttnefni. Það var og mál manna, að viðurnefni Þórmundar fjósa- manns hæfði honum vel. Hallormur nefndi hann Þórmund hlammanda. Aftur á móti voru þau auknefni, er Hallmundur valdi kaupafólki sínu, ekki eins vinsæl. En sjálfur taldi hann ekki eftir sér að kalla hástöf- um viðurnefni svo sem: holbarki, slagakollur, slítandi, hímaldi, eisurfála, rifingafla, gnissa og gjöll! Festust nokkur þessara nafna við kaupafólkið og vildi það allt til vinna að losna við þau. Margt af því flutti í fjarlæga landshluta af ásettu ráði. En — sem sagt — nú var Hall- ormur bóndi í Lækjatungu hættur að kalla á heimilismenn sína og skipa fyrir verkum. Hann hafði þagnað með vetrabyljunum, og sum- arið, sem nú fór í hönd í Lækja- tungubæ, varð sumar friðar og fá- leika. Þórelfur saknaði bónda síns á sinn hátt, og synirnir, Askur og örn, fóru varlega að öllu, því að nú var foringinn fallinn og þeir ó- ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.