Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 10
Ný útva rp ssa ga KrisHn Laf ra nsdóHi r Eftir Sigrid Undsct Helgi Hjörvar les. Eftir að hafa fengið vitneskju um val útvarpssögunnar, snúum vér oss til Helga Hjörvar. og spyrjum hann: „Útvarpsráðið var búið að velja sögu Gösta Berlings sem útvarps- sögu, víst eftir yðar tillögu, þó að „annar hafi nú komizt að ráðahagn- um", eins og þér komuzt að orði í útvarpinu. En hvað réði því vali?" „Fyrst og fremst það,að hollt væri að flytja hlustendum hreina róman- tík á þessum dapurlegu tímum, því að nýjustu bókmenntirnar færa næsta nóg af bölsýni og ömurleik". „En nú hafið þér valið Kristínu Lafransdóttur. Hvers vegna?" „Vegna þess, að það er skoðun mín, að útvarpið eigi að flytja á þennan hátt eitthvert veigamikið ritverk á hverjum vetri". „Teljið þér það ekki óheppilegt, að sagan er gömul og að hún mun vera allmikið kunn hlustendum?" „Nei. Ég álít, að það geti ehgu síður verið kostur, að útvarpssaga sé nokkuð kunn, ef um stórbrotið og merkilegt listaverk er að ræða. Þeir, sem nú eru miðaldra og eldri hér á landi, og annars lesa útlend- ar bókmenntir, hafa allmargir les- ið „Kristínu L.". En eru þeir samt ekki fáir, hjá þeim, sem hlusta vilja á útvarpssöguna? Sú kynslóð, sem nú er að verða fulltíða, mun lítið þekkja til þessarar sögu, og þeir, sem hana hafa lesið fyrir löngu, eru e. t. v. beztu hlustendurnir. Það virt- ist mér að minnsta kosti um „Gróður jarðar" eftir Hamsun. Enda er það svo og á að vera um góð ritverk, að þau eru aldrei „of oft kveðin" frem- ur en beztu tónverkin. Þeir, sem ekki vilja lesa né heyra góða bók nema einu sinni, eru yfirleitt slæm- ir lesendur; fyrir þá og til þeirra eru hinir ómerkilegu reyfarar. „Kristínu Lafransdóttur" hef ég ekki sízt valið vegna þess, að stíll- inn og söguefnið er svo náskylt ís- lendingasögum og Sturlungu. Hún er bóka bezt til fallin að snúa henni á hreina og kjarnorða íslenzku. En fyrst og fremst tel ég vel far- ið, að einhver svipur sé yfir þeirri útvarpssögu, sem valin er". Sigrid Undset. 10 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.