Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 11
Höfundur sögunnar, Sigrid Und- set, er flestum kunn hér á landi, og sumar af bókum hennar talsvert lesnar hér. Flestir telja að „Krist- ín Lafransdóttir“ sé hennar merk- asta verk, enda mjög mikið að vöxt- um, þrjú stór bindi, en verða stytt i flutningi útvarpsins. (I. bindið heitir „Kransinn, II. „Húsfrúin“ og III. ,,Krossinn“.) Sigrid Undset byrjaði mjög ung á ritstörfum. Hún varð fullvaxta um það leyti, sem öldur hinna miklu hugsjóna og breytinga áranna fyr- ir og um aldamótin 1900 tók að lægja. Æska þeirra tíma í Noregi mun því ekki hafa orðið fyrir sér- staklega sterkum áhrifum af ríkj- andi tíðaranda og hefur það e. t. v. gert sitt til að þessi unga skáldkona hefur í æsku sloppið við fordóma og meira eða minna rangsnúnar hugmyndir um líf og tilveru. — I fyrstu bókum sínum lýsir hún eink- um lífi og umhverfi smáborgaranna í Osló — því umhverfi, sem hún ólst upp í. Hún lýsir þar draumór- um unga fólksins um að öðlast ást og hamingju — og hversu veruleik- inn er tregur til að láta þessa drauma rætast. En fyrsta verk hennar, sem vakti verulega athygli, var „Jenny“. Einnig í þeirri bók er það ástin og hjónabandið, sem um er rætt, en þar er þunginn meiri, sársaukinn dýpri. Ýms af söguefnum sínum sækir Undset í fortíðina, jafnvel til vík- ingaaldar. í „Kristínu Lafransdótt- ur“ er lýst lífinu í Noregi á 14. öld. Umhverfið eru norskir dalir og smá- bæir á þeim tíma, þegar norsku að- alsmennirnir gerðust stórbændur. Undset virðist lifa sig mjög náið inn í líf þessara tíma, sem hún virðist jafnvel kunna betur við sig í en samtíð sinni. Um þær mundir, sem Undset skrifaði „Kristínu L.“, var hugur hennar að dragast meir og meir að kaþólskunni, og ber verkið allmikinn blæ af því. Vænta má, að þessi saga verði mörgum útvarpshlustendum minn- isstæð. Persónur eins og Kristín, Er- lendur, Lafrans og Símon Darri munu verða mörgum ógleymanleg- ar. Eftir öll þessi ár Leikrit eftir Joe Corrie. Flutt laugardags- kvöld 2. nóv. J. Corrie var ungur kolanámuverkamað- ur, er hann hóf ritstörf. Aðallega hefur hann samið stutt eins þáttar leikrit, sem ætíð hafa vakið mikla eftirtekt — enda er hann nú löngu orðinn kunnur rithöfundur. Viðfangsefni sín tekur hann að jafnaði úr daglegu lífi alþýðufólks. Þetta litla leikrit, sem flutt verður á laugardaginn, er samið árið 1936, og fjallar um vissan þátt í at- vinnuleysismálum Englands á þeim tíma. Persónur leiksins eru: James, skrifstofumaður, (Valur Gíslason). Elisabet, kona hans, (Emilía Borg). Olive, dóttir þeirra, (Alda Möller). Jim, unnusti hennar, (Alfi’eð Andrésson). John, vinur James, (Brynj. Jóhannesson). Valur Gíslason hefur þýtt leikritið og annast leikstjórn. Prinsessan í hörpunni varð drottning. Hún verður líka drottning meðal barnabókanna í haust. ÚTVARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.