Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 12
ÚTVARPINU AÐ ÞAKKA. Frh. af bls. 9. þær: „Við erum að hugsa um að skjótast fram að Lækjatungu og fá að hlusta á útvarpið". Og þær fóru. Það hafði verið hláka um daginn og Ytri-lækurinn — annar sá, sem bærinn Lækjatunga er við kennd- ur — var í hálfgerðri foráttu. En systurnar frá Klettum voru ungar og hraustar og létu ekki allt fyrir brjósti brenna. Þær brugðu sér úr sokkum og skóm og óðu yfir. Og þegar upp á bakkann kom, skelltu þær upp úr, ískruðu, góluðu og hlupu sem fætur toguðu, því að Ytri- lækurinn hafði verið bæði kaldur og djúpur. En þegar þær komu heim að Lækjatungu, datt ekki af þeim né draup. Þeim var tekið vel, og þær töfðu allt kvöldið. Þórelfur hús- freyja sagði, að það væri ekkert vit í því, að þær færu einar yfir Ytri-lækinn. Hann væri í vexti. ,,Nei, nei! Hann er ágætur!“ sögðu þær einum rómi. Sannast að segja, þá hafði lækjarskömmin ver- ið dálítið djúpur, og þær vildu helzt enga áhorfendur hafa, er þær óðu hann. Bræðurnir voru seinir á sér, og fyrr en varði höfðu ungu stúlk- urnar kvatt kóng og prest og voru þotnar á stað, fylgdarlausar. ,,Ósköp er á ykkur, að láta stúlk- urnar fara einar“, sagði Þórelfur húsfreyja við syni sína í ásökunar- rómi. Þeir svöruðu engu. En með sjálfum sér hugsuðu þeir, að það skyldi nú sýna sig, hvort að þeir þyrðu ekki, ef á þyrfti að halda, — t. d. ef Klettasystur kæmu nú í hríð og frosti. Þeir áttu svo sem hesta á járnum. Og ekki leið á löngu áður en þeim gafst færi á að sýna hug sinn og dug. 12 Kletta-systurnar, Ella og Stína, töldu dagana, þangað til þær álitu nógu langt um liðið til þess að sæm- andi væri fyrir þær að fara aftur fram að Lækjatungu. Þá tilkynntu þær aftur að nú færu þær leiðar sinnar að hlusta í útvarp- ið. Það var blessuð logndrífa og frostlétt. Þær réðu sér varla fyrir kæti og fjöri, þegar þær hlupu suð- ur túnið. Ytri-lækurinn var minni en í fyrra skiptið, en smá krapstíflur hér og þar. Ef þær ykjust með kvöldinu, gæti orðið dálítið erfitt að finna gott og grunnt vað. En hvað var það! Eins og í fyrra skiptið hlógu þær og hlupu sér til hita, er þær komu uppúr. — Þórmundur gamli hlamm- andi var að dunda sér úti við geld- neytafjósið yzt og efst á túninu. Hann heyrði einhver undarleg hljóð álengdar og stóð við og hlustaði. Þá sá hann gegnum logndrífuna, hvar tvær kvensur komu á harða hlaup- um utan frá lækjargilinu. Þær voru berfættar og héldu á sokkum og skóm, slógu hvor til annarar við og við og æddu áfram eins og logi yfir akur. „Hvað — hvað —?“ tautaði Þórmundur gamli hálfringlaður af undrun og ugg. En þá hlömmuðu þessi skessubörn sér allt í einu niður á stóra steina í Bæjarmelnum, og fóru í óðu önn að klæða sig í sokka og skó. Og nú þekkti Þórmundur hlammandi að þetta voru systurnar frá Klettum. „Skárri eru það bölvuð ekki sinn lætin“, tautaði hann, hristi höfuðið og spýtti langt um leið og hann lagði af stað heim til bæjar. Hann kærði sig ekkert um að verða sam- ferða þessum ærslakollum hans Hjálmars skálda. Á meðan systurnar töfðu í Lækja- tungu hélt áfram að hlaða krapinu í Ytri-lækinn. Þegar þær tóku að ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.