Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 13
Um kynsjúkdóma. Erindi Hannesar Guðmundssonar. Flutt þann 28. október. Vér spyrjum lækninn um efni er- indisins og f arast honum orð á þessa leið: „Kynsjúkdómar færast stöðugt í vöxt hér á landi. Vegna hinnar skyndilegu fólksaukningar í land- sýna á sér fararsnið um kvöldið, læddust þeir bræðurnir, Askur og Örn, út í hesthús. Er þær Stína og Ella komu út á hlaðið, stóðu bræð- urnir þar og tveir söðlaðir góðhest- ar hjá þeim. ,,Jæja, drengir mínir", sagði Þórelfur húsfreyja og Varð hýr á svipinn, þegar hún sá hest- ana. Og Ella og Stína urðu feimn- ari og glaðari en frá megi segja. Ekki er að orðlengja það: Syst- urnar frá Kiettum héldu upptekn- um hætti með ferðir sínar fram að Lækjatungu. Um vorið fóru þær al- farnar suður yfir Ytri-lækinn. Og nú var hvorki of mikið um köll né þögn í Lækjatungubæ. Þar var öllu stillt í hóf, mátuleg gleði og gam- an, jafnhliða nauðsynjastörfum og sannri búmannsforsjá. Og allt var þetta útvarpinu að þakka. inu, má búast við, að fólki sé meiri hætta búin af þessum sjúkdómum nú en þekkzt hefur áður. Auk þess hefur það verið reynsla undanfarin ár, að mest hefur verið um sjúk- dóma þessa á haustin, þegar unga fólkið streymir í bæinn, alls staðar að af landinu. Nú er því sérstök ástæða til að vekja fólk til umhugs- unar um þessi efni og hvetja það til ýtrustu varkárni í allri umgengni við ókunnugt fólk. Erindi mitt fjallar um þá auknu hættu, sem fólki er búin af kyn- sjúkdómum á stríðstímum. Hvern- ig eigi að þekkja sjúkdómana í byrjun og hver ráð séu helzt til að forðast þá". Þá lætur læknirinn oss í té tölur þær, er hér fara á eftir og sýna út- breiðslu kynsjúkdóma hér á landi síðustu ár. 1938: Gonorrhoe (lekandi) 648 sýkingar Sifilis (sárasótt) ... 6 — 1939: Gonorrhoe ......... 409 — Sifilis............. 14 — Þetta ár lítur svo út fyrir mjög mikla aukningu, t. d. er þegar vit- að um 50 sýkingar af sifilis — það sem af er árinu. (Brezka herliðið ekki talið með á þessum skýrslum). ojin jkapa manrtfnrt* LM-k [ Quomundurfienlammtfon klœíMeri j Þriðji árgangur Útvarps- tiðinda mun flytja 4—6 ný danslög og sönglög á nótum. UTVARPSTIÐINDI 13

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.