Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 14
Takið undir — segir Páll Isólfsson. — Ég hef frétt, að fram sé kom- inn nýr dagskrárliður, sem þér munuð sjá um. — Já, rétt ,er það, segir Páll. — Takið undir, takið undir! er nú mitt einkunnarorð. Með þessum dagskrárlið á að framkvæma hug- myndina, sem við settum fram í títvarpstíðindum í vor. 1 fyrstu mun ég þó lítið hefjast handa með að kenna ný lög, en láta sitja fyrir að fara yfir gömul og góðkunn sönglög, sem allir þekkja. Ég held að það sé líklegia til að laða menn til þátttöku svona í byrjun. Ég mun því nú fyrst taka nokkur góðkunn lög eftir Sigfús Einarsson, m. a. af því, að þau eru til á nótum á mörg- um heimilum. Ég mun stuttlega greina frá lögunum í byrjun, eðli þeirra og gerð og e. t. v. eitthvað frá höfundi þeirra, — en aðaltil- gangurinn með þessum söngtímum er að fá fólkið til að syngja með. — 1 útvarpinu mun ég hafa lítinn söng- flokk, sem ætlazt er til að leiði söng- inn. Mest verður sungið .einraddað, enda er allur alþýðlegur söngur FRÁ VÍN TIL VERSALA. Framh. af bls. 7. blóði. Það verður ekki annað sagt en að hann hafi staðið við orð sín, því að í þremur styrjöldum sameinaði hann hin sundruðu smáríki Þýzkalands og skapaði þýzkt keisaradæmi. Verk hans bar mark meistarans. Hið nýja þýzka keisararíki varð prússneskt Þýzkaland, herskátt og ruddalegt, og með öllu öðru sniði en marg- ir beztu stjórnmálamenn þess höfðu von- að. En hvað sem því líður, þá var Þýzka- land Bismarcks afdrifaríkasta staðreynd í 19. aldar sögu Evrópu og hefir meira en flest annað markað sögu álfunnar allt fram á þennan dag. eðlilegastur og fer bezt þannig. Margraddaður söngur er aftur list- búningur, sem krefst mikillar æf- ingar og nákvæmni. í fyrsta tímanum verða t. d. sung- in þessi lög: Ég vil elska mitt land — Fanna skauta — Hlíðin mín fríða — Hvað er svo glatt — f birkilaut — Nú er frost á Fróni — Nú tjaldar foldin fríða — o. s. frv. Ætlazt er til, að fólk alm,ennt á heimilum og jafnvel í skólum fylg- ist sem bezt með þessum tímum og syngi með, hver eftir sinni getu. — Ef framhald verður á þessum söng- tímum mun verða reynt að kenna ný lög og mun þá koma sér sérlega vel að hægt v.erði að birta bæði ljóð og lag í Útvarpstíðindum — helzt fyrirfram. Svíar eru nú í þann veg- inn að byrja á þessu sama, og sé ég, að þeir hafa þegar birt nokkur lög á nótum (einrödduð) í þessu sam- bandi. — Verður svo ekki eitthvað reynt að gera almenningi hina æðri tón- list aðgengilega? — Aðgengileg er hún að vísu flestum þeim, sem endast til þess að hlusta í rólegheitum og í einlægni — en það getur flýtt fyrir skilningn- um og aukið hann, að menn læri að þekkja formin og uppbyggingu verkanna, því að öll slík verk eru byggð upp eftir ströngum lögmál- um, enda eru þessi lögmál tónfræð- innar talin einhver hin fullkomn- ustu og nákvæmustu listræn form, sem til eru. — Hvaða verk verður fyrst val- ið til athugunar? — Það verður Ófullgerða hljóm- kviðan eftir Schubert — eitt hið mesta meistaraverk, en þó jafn- framt fremur auðskilið öllum al- menningi. 14 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.