Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 15
TILKYNNING. Sakadómarinn í Reykjavík vill vekja athygli almennings á því, að nauðsyn- legt er að þeir, sem ]iafa fram að bera kvartanir á hendur einstaki'a hermanna úr brezka setuliðinu, gefi eftir föngum það greinilegar upplýsingar, að rakið verði, hver viðkomandi hermaður er. í þvi sambandi er fólki bent á að taka eftir og lýsa einkennismeikjum á axlaborðum og húfum liermanna. Sérstaklega er fólk áminnt um að taka eftir og setja á sig einkennisnúmer herbifreiða, er í umferðaslysi lenda, með þyí að ógerningur getur orðið að finna bifreiðina ella. Einkennisnúmer herbifreiða eru máluð beggja vegna á vélarkassa bifreiðanna og eru auk þess aftan á þeim flestum. Jafnframt einkennisnúmerinu er nauðsynlegt að tilgreina númer, sem málað er a plötu framan á bifreiðinni, svo og lit plötunnar. Er fólki ráðlagt að skrifa sem fyrst niður sér til minnis athuganir sínar á framangreindum einkennum og öðru því, er þýðingu hefur. Ennfremur er það nauðsynlegt, að allar slíkar kœrur og kröfur séu bornar fram strax og þau atvik, sem kvartað er undan, verða kunnug, svo að hœgt sé að hefja rannsókn tafarlaust, því að allur dráttur á því að hafizt sé handa, torveldar alia rannsókn mjög og getur orðið þess valdandi, að mál upplýsist ekki. Leiðbeiningar þessar eru birtar í samráði við brezku herstjórnina. Reykjavík 14. okt. 1940. JÓNATAN HALLVARÐSSON sakadómari. BBlglageiðin s.f. Simnefni: Belgjageröin. Simi 4942. Pósthólf 961. Reykjavik. Tjöld Bakpokar Svefnpokar Kerrupokar Ullarvattteppi Storm-jakkar og -blússur Skíða-legghlífar -töskur og -vettlingar Frakkar og fleira. ÍSLEMDIMGfíR! Látið jafnan yðar eigin skip annast alla f lutninga yðar meðfram ströndum lands vors. Hvort sem um mannf lutninga eða vöruflutninga er að ræða, œttuð þér ávallt f yrst að tala við oss eða umboðsmenn vora, sem eru á öll- um höfnum landsins. Skipaútgcrð ríkisins. ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.