Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 5
Samtal við Roberí Abraham Robert Abraham flytur á næst- unni nokkur erindi um tónlist. Hin fyrstu tvö nefnir hann: Getgátur um uppruna sönglistarinnar, og Um tónlist frumþjóða. Robert Abraham er þýzkur Gyð- ingur, ættaður frá Berlín. Nám stundaði hann við tónlistarháskól- ann þar og hélt náminu síðar áfram í París. Ég hitti hr. R. Abraham að máli og ræddi við hann um hinn fyrir- hugaða erindaflokk. Talið. barst þá fljótt að því, hvaða orsakir hafi leg- ið til þess, að hann lenti hingað norður til íslands. — Af orsökum, sem mönnum al- mennt eru kunnar, fór ég eins og margur annar frá Þýzkalandi 1934, en hafði þá þó lokið námi. Fyrst fór ég til Parísar, til þess að taka þátt í námskeiði í hljómsveitar- stjórn. Eftir það fór ég til Kaup- mannahafnar, vegna samninga, sem þá stóðu yfir, um, að ég tæki að mér starf sem hljómsveit- arstjóri við útvarpið þar. Úr því varð þó ekki, vegna skipulagsbreytinga, sem um þessar mundir urðu á stjórn danska útvarpsins, en þær urðu þess valdandi, að hljómlistin fékk minna rúm í dagskránni en áður. Aftur á móti stjórnaði ég þar nokkrum konsertum í sölum Glyptóteksins. sögulegs eðlis undir fyrirsögninni: ,,Fra Barok til Klassik“. — Gaman væri svo að heyra eitt- hvað um það, hvernig það atvikað- ist, að þér lentuð til íslands? — Vinir mínir í Kaupmanna- höfn, meðal þeirra einkum dr. Lis Jakobsen, norrænufræðingur, vöktu áhuga minn fyrir íslenzku þjóðinni og menningu hennar. Mér leizt fljótt vel á að fara hingað til þessa gamla sögu- og sagna-fræga lands. Vakti þá ekki sízt fyrir mér, að gaman væri að fá tækifæri til að kynnast af eigin reynd hinum gömlu rímnalögum og tvísöngum þessarar þjóðar. — Hafið þér svo orðið fyrir von- brigðum eða hið gagnstæða? Ég á við með fólkið, landið — og rímna- lögin? — Bæði já og nei. Ég hef haft mjög mikla ánægju af að kynnast fólkinu yfirleitt. Dáist að hreinskilni þess og heilsteyptum ,,karakter“ — e. t. v. mætti þó sumt af því leggja meiri rækt við kurteisi eða fágun í framkomu, en það skulum við nú ekki minnast neitt á. Mér til óbland- innar ánægju hef ég kynnzt tung- unni og lesið talsvert af íslenzkum bókmenntum. Landið þykir mér fag- urt, einkum litir þess og1 skýjafarið. Hvað rímnalögin og tvísöngvana snertir, hef ég aftur á móti orðið fyrir vonbrigðum, að vissu leyti, ekki með lögin sjálf eða gildi þeirra, heldur hitt, hversu almenningur nýtur þeirra lítið. Þau heyrast sjald- an kveðin meðal alþýðu, og held ég, ÚTVARPSTÍÐINDI 21

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.