Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 10
mig langi til að betla mér út nætur- stað? Hér er þó að minnsta kosti sæng eða eitthvað, sem hægt er að liggja á? Bóndinn: Þér getið legið hér í rúminu mínu. Ég get legið á loftinu En herra, ég segi yður það sjálfs yðar vegna, eins og þér getið líka séð, að dauðinn býr í þessu húsi. Ég bið yður að lofa mér að hafa húsið mitt í friði. Ég er gamall maður og hef nógu margt að bera. 1. herm.: Karl minn, ég ætla ekki að neita mér um að sofa í rúminu því arna. Það mun ekki verða nein um til meins, þótt ég liggi í því, og' ég hlakka til að hvílast aftur milli hvítra línlakanna. Bóndinn: Rúmið mitt er tilbúið. Færðu honum ljós og vatn, barnið mitt. Heyrirðu hvað ég segi? Það er dóttir mín, sem situr þarna hjá líkinu. Heyrirðu mig ekki, barnið mitt? 1. herm.: Gott kvöld. Konan (litlaust) : Gott kvöld. Það er kalt hérna. Við lögðum alltaf í á þessum tíma árs, meðan unnusti minn lifði. Við vorum gift núna. Giftumst í sumar. 1. herm.: Úr hverju dó hann? Konan (hörkulega) : Það var stríðið. Bóndinn: Góða nótt. 1. herm.: Má ég sjá hann? Konan (heldur áfram að tala): Hann fór fyrir tveimur dögum. Þeir sögðu, að hann hefði fallið í návígi. Hann var skorinn á háls. 1. herm.: Faðir yðar . . . Konan: Já, ég veit það. Pabbi segir, að hann hafi sýkst hér í hús- inu. 1. herm.: Það hræðir víst marga, og þess vegna segir hann það sjálf- sagt. Konan: Pabbi segir þetta alltaf, því að hann er hræddur um að ég hagi mér illa, ef ég hitti einhvern yðar. (Þögn). En ég er ekki svo heimsk. Hver myrti hann? Hvorki einn né annar. Það var stríðið. 1. herm.: Alveg rétt. Það er ekki til neins að skella sökinni á einhvern sérstakan. Það er stríðið. Konan (gengur að lokrekkjunni) : Sjáið þér hérna. 1. herm. (gengur til hennar) : Já, það er ekki gaman að sjá þá svona. Á meðan það stendur yfir, sýnist allt í lagi, en að sjá þá á eftir •— svona eru þeir fluttir heim — þaC reynir á taugarnar. Piltarnir ykkar eru fjári góðir hermenn. Ég var líka. í árásinni. Konan: Ég veit það. Pabbi hélt, að við myndum fá liðsauka, og þið munduð ráðast annars staðar fram, en ég vissi, að þið mynduð koma hér. 1. herm.: Þér vissuð það? Konan: Já, ég heyrði herlúðrana ykkar. Pabbi vildi, að við fælum okkur, en hvaða gagn er að því? 1. herm.: Það er rétt — við gerum engum mein. Aðeins að lofa okkur að vera út af fyrir okkur og — en það er verulega fallegt af yður að vera ekki hræddar. (Þögn). 1. herm. (hikandi) : Mér finnst svo hræðilega einmanalegt í þessu fjandmannalandi. Konan (virðist ekki heyra það. Eftir dálitla þögn segir hún) : Við skulum ekki standa hér lengur. Er uð þér ekki svangur? Og það er svo dimmt hér. Ég ætla að kveikja ljós. Það á alltaf að loga á fjórum kert- um meðan hann liggur hérna. (Þögn). Nú ætla ég að sækja eitt- hvað að borða. Leggið þér frá yður hjálminn og frakkann á meðan. Ég kem strax aftur. 26 (JTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.