Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 14
— ekki borið slíkan grun í hljóði? Höf. deilir að vísu á ofsóknir á hendur Gyðingum, en reynir þó — að því er virðist til þess að vera sanngjarn — að finna dálítinn vott réttlætingar eða skilnings á því fyr- irbrigði. „Þið eruð þrátt fyrir allt öðruvísi en við“, segir jafnvel höf- uðsmaðurinn við konu sína, sem hann unni svo mjög. En höf. kemur sér hjá því að sýna í hverju þessi munur er fólginn, — en einmitt það er eitt mesta forvitnismálið fyrir þá, sem eru ókunnir þessari frægu þjóð frelsara vors. Þessi leikur var alveg sérlega vel fluttur. Soffía Guðlaugsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen voru full- komlega heima í sínum hlutverkum allt í gegn — léku af nákvæmni’ og alúð — tilgerðarlaust og prúðmann- lega. Þó held ég, að Har. Björnssyni hafi tekist enn betur, enda var per- sónan, sem hann lék, sérlega vel gerð frá höfundarins hendi. Þetta er eitt með því allra besta, sem ég hef heyrt til H. B. í útvarpi. Fræðandi Barnatími. Barnatíminn, sem J. Eyþórsson hafði með höndum á sunnudaginn, var góður — og að því leyti, eins og barnatímar eiga að vera — að þar var leitast við að fræða áheyrendur á skemmtilegan hátt. — Reyndar býst ég við, að yfirferðin hafi verið full mikil, og að gert hafi verið ráð fyrir „fyrirframþekkingu" hjá áheyrendum, sem ólíklegt var, að væri til staðar. En hitt tel ég vafalaust, að þarna hafi ver- ið stefnt í rétta átt. Barnatímarnir eiga að fela í sér fræðslu, jafn- framt því, sem þeir eru dægradvöl. MisheppnaíSir gamanþættir. I sumar hefur útvarpið flutt gamanþætti um helgar, eins og í fyrra sumar. Um þessa þætti mætti ýmislegt segja, bæði til lofs og lasts, þótt hér verði fátt eitt til tínt og það helzt, er miður er. Það er erfitt að gera oss íslendingum til geðs um margt og t kannske ekki hvað sízt um iétta fyndni. Islenzkar kýmnisögur, sem ganga manna á milli, eru oftast þunglamalegar. Skrítl- an, sem í þeim felst, er dúðuð í fyrirferð- armiklum umbúðum um ætt, stöðu og út- lit þess, sem hún er urn. En þetta nægir þó oft ekki til þess, að vér getum notið fyndn- innar, heldur verðum vér að þekkja mann- inn í sjón og helzt málróm hans líka. Þá fyrst erum vér komnir í það sálarástand, að „vér brosum“ eða hlæjum, þegar bezt lætur, eftir atvikum. Það er því næsta eðlilegt, að erfitt sé fyrir útvarpið að gera öllum til hæfis, þeg- ar það vill skemmta hlustendum sínum með gamanþáttum, enda hafa flestir þeir gamanþættir, sem það hefur flutt, hlotið misjafna dóma hjá almenningi. Þó mun það álit margra, að þeir hafi komizt nær því að ná tilgangi sínum í sumar en áður, þegar nokkrir eru undanskildir. En þættir eins og t. d. „Utilegumenn“ sem flutt var í út- , varpið í sumar, eru svo fáránlega öfga- kenndir, fyrir íslenzkan kýmnismekk og ís- lenzk eyru, að varla mun nokkur hafa not- ið þeirra sem sæmilegrar fyndni. Það er vissulega of mikið af því góða, þegar svo að segja ekkert atvik, ekkert verk í heil- urn leikþætti er unnið af viti. Þar eru eng- ar merkjalínur milli hins gamansama og alvarlega, heldur allt jafn flatt, svo að jafnvel hnittin tilsvör njóta sín ekki, ná ekki að hefja sig upp yfir flatneskjuna, því að alvöruna, raunveruleikann, máttinn til að lyfta þeim til flugs, vantar. En eins og kunnugt er verður „öllu gamni að fylgja nokkur alvara", svo að það geti not- ið sín. Rétt er að taka það fram, að þessum orðum er ekki á neinn hátt persónulega stefnt að höfundi þess leikþáttar, sem hér er nefndur, heldur er hann tekinn sem dæmi um leikþætti, sem samdir eru í þess- um stíl, og hefði eins mátt tilnefna ýmsa aðra þætti eftir aðra höfunda, en þessi var af tilviljun hendi næstur. 30 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.