Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 2
I Vestmannaeyjum var eítirfarandj auglýsing fest upp a símastaur: „Hór með tilkynnist hlutaðeigendum, að enginn má aka opnum vögnum um götur bœo'arins, samkva;mt banni heil- brigðisfulltrúa, sem fullir eru af grút og slori". Hvítasunnuflokksprcstur í Vestmanna- eyjum var að skíra nýja meðlimi niSur- dýfingarskírn, en trúaðir segja, að við slíka skírn eigi menn að sjá heilagan anda í dúfulíki. — Meðal þcirra, sem skíra átti, var karl einn ofan úr svcit. pegar prestur hefur dýft honum í kaf, spyr hann, hvort hann sjái nú ekki dúf- una. „Nci", karl sá enga dúfu. Presturinn fœrir hann þá í kaf aftur og fer á sömii leið. Svona gekk það sjö sinnum, og hélt prcstur honum æ lengur niðri í vatninu í senn, eftir því scm á leið. Fór þa karli loks að leiðast þóf þctta — og jafnvel að örvænta um líf sitt — með því honum þótti sér liggja við drukknun, svo að hann segir með þjósti í því hann vatt sér upp úr kerinu: „Og ég sé ekkert nema and- skotans flugíýlinn þárna uppi í fjallinu". Einn af kunningjum lögreglunnar hér er orðinn frægur fyrir hnittileg svör við spurn- ingum sakaómara. Nýlega var hann gripinn fyrir smáþjófn- að og leiddur fyrir Valdemar (fulltrúa sakadómara) : ÚTVÁRPSTÍÐINDI koma út vikulega aS vetrlnum, 28 tölubl. 16 blaSsISur hvert. 3. árgangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og greiSist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftiS 35 aura. Ritstjöri og ábyrgSarmaSur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON BergstaSastr. 48. - Slmi 504G l'tKefmidi: III- lll.isla.Mliini. ísafoldarprentsmiSja h/f. Valdemar: „Voruð þér einn um aS fremja þennan síðasta þjófnað?" „Já, ég held nú það", segir strákur. „Ég er alveg orðinn uppgefinn á því að hafa aðra með mér, því það er aldrei aS vita, hvort þetta eru heiðarlegir menn". Tvær stúlkur fóru saman á Hótel ísland og settust við borð eitt og fengu sér kaffi. AS vönnu spori kemur norskur sjóliði og bi'ður aðra stúlkuna að dansa við sig, og fer hún með honum. Stúlkan, sem eftir var, beið, en hin kom ekki. og sá hún henni að- eins bregða fyrir einstöku sinnum í dans- inum. Löngu síðar um kvöldið, þegar hljómsveitin hafði leikið síðasta lagið, kom stúlkan loks og var auðsýnilega í rostu skapi: „Eg œtlaði bara aldrei að losna", sagði hún, „og hugsaðu þér, hvað hann var frekur. Strax eftir fyrsta dansinn sagði hann: „Skal vi holle opp?" ,,Nei", sagði ég. Og eftir hvern einasta dans sagði hann: „Skal vi holle opp?" en ég sagði alltaf ,,nei". Og núna síSast, þegar hljómsveitin hrotti að spila, sagði hann brosandi: ,,Nu maa vi dok hoile opp, fröken", en ég sagði enn þá „nei" og sleit mig lausa, því að ég vildi auðvitað ekki fara upp með honum". Ö'-a FÖTIN SKAíPA MANNINN Látið mig sauma fötin. Wuomun<Jur iDenjamínsbon P. O. Box 84. Laugavegi 6. Sími 3240. 50 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.