Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vikan 17.—23. nóv. I barnatímanum á sunnudaginn munu nokkrir unglingar og börn skemmta með frásögnum, samtali og söng. I síðasta barnatíma var farið í heimsókn í dýragarðinn, og fengu hlustendur að heyra til ýmsra dýra þar — og hafa án efa margir haft ánægju af — bæði börn og full- orðnir. Heimsókn í dýragarðinn verður nú látin bíða eitthvað fyrst um sinn, en á svipaðan hátt mun verða farið til ýmsra annarra skemmtilegra staða. V. Þ. G. mun hafa umsjón með þessum tíma og e. t. v. nokkrum þeim næstu. Aðalerindi sunnudagsins flytur dr. Jón Heigason biskup. Ég lít inn hjá honum og hyggst að spyrja Laugardagur 23. nóvember. 19.25 Hljómplötur: Kórar. 20.30 Leikrit: ,,Ilún vill ekki giftast", eftir Otto M. Möller (Haraldur Björnsson o. fl.). 21.05 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 21.30 Danslög. 21.50 Fréttir. 24.00 Dagskrárlok. hann um þetta erindi. Jón biskup er gestrisinn, eins og góður sveitamað- ur og tekur mér því strax eins og hvítum hesti. Tökum við tal saman og ræðumst lengi við, án þess að komast að efninu, því að biskup er fjölfróður og ræðinn. Öll hin hressi- lega og glaðværa framkoma hans minnir fremur á tvítugt ungmenni, en sjötugan öldung. Biskup er mikill bóka- og fræði- maður, enda þekur hið feikna mikla bókasafn í vinnustofu hans flesta veggi, jafnvel svo, að manni sýnist það ógna með því að vaxa fyrir dyr og glugga. En fræðastarf biskupsins er ekki eingöngu fólgið í ritmennsku. Hann beitir einnig málarapenslinum í þjónustu þess, að varðveita fróðleik um samtíð og fortíð. Ég rek augun í mynd eina hjá honum, og hef orð á því, að hún sé falleg, miklu fallegri en flestar hinna. ,,Nei, nei, blessaðir verið þér, þetta er aðeins byrjun. Ég legg lit- ina svona niður fyrst, en ég á eftir öll smáatriðin, sem sýna, hvernig þetta raunverulega lítur út“. Nú, hann á með öðrum orðum eft- ir að eyðileggja myndina, hugsa ég og læt í ljós, að mér finnist, að hann 52 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.