Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Page 6

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Page 6
Valtýr er göður fyrirlesari og eins og merin þekkja, hefur honum oft tekizt vel að gera myndarlegar fréttri úr litlu efni, en þarna hefur hann til umráða helztu viðburði nokkurra ára, svo að ekki er að efast um, að hann muni geta tínt eitthvað til, sem bragð verður að. Mánud. 18. okt. Pálmi rektor tal- ar um daginn og veginn. Góð til- breyting. Þá koma Cellolög. Á þann lið ættu menn að hlusta, því að lögin eru leikin af Cassadó, en hann var einn helzti celloleikari síns tíma. Þá talar frú Lea Eggertsdóttir um æðri menntun kvenna. Virðist mér þetta efni vera þess eðlis, að frúin mundi varla hafa valið það til um- ræðu, nema hún hefði eitthvað sér- stakt til þessara mála að leggja. Má því ætla, að mörgum leiki hugur á að hlusta á þetta erindi — ekki sízt kvenþjóðinni. Þá leikur útvarpshljómsveitin svo- nefnd íslenzk alþýðulög, sem því miður eru ekki nærri öll eftir ís- lenzka höfunda, en kölluð íslenzk, af því að íslendingar hafa lengi sungið þau. Einar Markan syngur með hljómsveitinni. (já dagskrána). Á þriðjudaginn er erindi Sverris Kristjánssonar, sem getið er um á öðrum stað. Þá leikur Trio Tónlistarskólans. Eftir það verður flutt hið fagra symfóníuverk Dýrðarnóttin eftir Schönberg. Þetta verk mun tæplega aðgengilegt fyrir aðra en þá, sem hafa einhverja æfingu í að hlusta á æðri tónlist — og yfirleitt er alveg tilgangslaust að ætla sér að hafa ánægju af verkum sem þessu, án fullkomins næðis.. Efnið, sem verkið er samið um, er í stuttu máli þetta: Maður og kona ganga um blað- lausan skóg. Nóttin er björt, heiður himinn, tunglsljós. Dökkir trjástofn- ar bera við himin. Konan segri: ,,Ég hef syndgað. Ég geng með barn, en þ úert ekki faðir þess. Ég hef syndg- að stórlega gagnvart sjálfri mér. Ég hafði misst alla trú á hamingju. Ég heimtaði að geta skilið tilgang lífs- ins. Ég þráði gleði og skyldur móð- urinnar og gaf mig öðrum manni á vald og gladdist yfir því. En nú hef ég fundið hamingjuna. Ég hef kynnzt þér, þér!. Konunni er erfitt um gang. Nóttin er björt. Þá segir maðurinn: ,,Þú skalt ekki taka þér þetta nærri. Sjáðu, hve allt er bjart. Með mér munt þú komast yf- ir hin köldustu vötn, vegna þess að við veitum hvort öðru yl. Barn ó- kunna mannsins mun umbreytast og verða mitt barn. Þú hefur jafnvel gert mig að barni og gefið mér ör- ugga ást barnsins“. — Hann faðm- aði hana að sér og þau kysstust heitt og lengi. Síðan gengu þau áfram gegnum skóginn í birtu næturinn- ar“. Schönberg hefur samið mikinn fjölda tónverka, en „Dýrðarnóttin“ er talin eitt af því helzta. Schönberg er fæddur í Vín 1874. Átta ára gamall fór hann að leika á fiðlu og tók að semja lög innan 12 ára. Hann stofnaði strengjakvartett með skólabræðrum sínum og samdi þá ýms lög, sem þeir félagarnir léku. Helztu menntun sína í hljómlist fékk Schönberg hjá mági sínum, hljómlistarstjóranum Zemlinski, en naut annars lítillar kennslu í tón- smíðum. Á kvöldvökunni á miðvikudaginn verða hrókar fagnaðarins þeir Helgi Hjörvar og Jón Sigurðsson skrif- stofustjóri Alþingis. Báðir eru mikl- ir fyrir sér í orðsins list, svo að gott má hyggja til kvöldsins. 54 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.