Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 9
sér ávöxt vinnu sinnar. Börnin eru þó send í skóla í Toba. Tveim árum síðar missir Mikimoto konu sína. Og nú heldur hann einsamall áfram baráttu sinni. Árin líða við vökur og starf. — Sjötta hvern mánuð er nýjum ár- gangi perlumæðra sökkt í hafið. Hver eldri árgangur, sem upp er tekinn, geymir skærari og litfegurri perlur. Enn eru þær þó langt frá því að þola sam.iöfnuð við ósviknar perlur. En nafn Mikimoto er þegar þekkt orðið í Japan. Prófessorar frá Tokio heimsækja hann og hjálpa honum við starfið. Árið 1905 fellur honum í skaut mesti heiður, sem japönskum manni getur hlotnazt hér á jarðríki: Meiji, hinn tiikomumesti allra japanskra keisara, fær áhuga fyrir ,,gervi"- perlunni, og Mikimoto gefst tæki- færi til að skýra fyrir honum að- ferðir sínar við framleiðslu hennar. Þetta samtal veitir honum hugrekki á ný. Hann sendir hinar „hálfþrosk- uðu" perlur til Evröpu. Þær vöktu mikla athygli á sýningum, hlutu verðlaun og seldust sæmilega. En Mikimoto var óánægður. Hann var orðinn frægur maður, en hafði þó ekki náð takmarki sínu — því takmarki, að framleiða hnött- óttar perlur, sem ekki yrðu greind- ar frá náttúrlegum perlum. Á þessu marki missti hann aldrei sjónir. Hann fékk einkaleyfi á hverri end- urbót, sem hann gerði á aðferðurn sínum, en erfiðleikarnir jukust því meir, sem hann þokaðist nær tak- markinu. Loks er þrautin unnin eftir 23 ára látlaust strit. Árið 1913 uppsker hann laun elju sinnar og atorku. Þær skeljar, sem hann þetta ár dregur úr djúpinu, skila perlum, sem stærðfræðilega séð eru ná- kvæmlega hnöttóttar. Mikimoto býður mikilsmetnum vísindamönnum frá Tokio að koma til Toba. Þeir staðhæfa einum rómi, að hans perlur standi alls ekki að baki náttúrlegum perlum, hvorki að • lögun né litbrigðum. Hann fær þegar einkaleyfi á að- ferð sinni, og skjalið hlýtur einkenn- istöluna 33640. Þar er skýrt frá, hvernig litlu korni er með sér- stökum uppskurði komið fyrir í fiski lifandi skeljar, sárið sótthreins- að og saumað saman. Skelinni er síðan sökkt í hafið, og þar er hún látin liggja á meðan perlumóðirin hleður utan um kornið þessu dýr- mæta efni, sem ósviknar perlur eru gerðar af. Eftir sjö ár er perlan mynduð, fullkomin að lögun og ljós- brigðum. En hvernig á nú að kynna þessa uppgötvun fyrir umheiminum? Hvernig verður henni tekið? Verða perlurnar taldar ósviknar eða að- eins eftirlíkingar? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir, að spákaup- menn sölsi undir sig arð framleið- andans? öllum þessum spurningum verður Mikimoto að svara. Hann snýr sér til japönsku prófessoranna og ýmissa viðskiptastofnana og bið- ur um holl ráð. Að lokum er það á- kveðið að senda perlurnar ekki fyrst um sinn á erlendan markað. Fyrst þarf að athuga möguleika fyrir framleiðslu í stórum stíl, ef svo skyldi fara, að góður markaður opn- aðist. Mikimoto hefur nú ótakmarkað lánstraust í Japan. Hann kaupir fiskveiðiréttinn í öllum japönskum víkum og vogum, þar sem perluskelin heldur sig. Og hann „sker upp" skeljar í ÚTVAKPSTÍÐINDI 57

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.