Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Side 10

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Side 10
miljónatali og sekkur þeim síðan í hafið. Aðalstöðvar hans í Toba eru byggðar þannig, að þær megi nota sem vinnustofur tvö þúsund manna, ef þörf krefur. Hver byggingin eftir aðra rís upp. 1 einni er „uppskurð- urinn“ framkvæmdur, í annarri eru perlurnar taldar, í þeirri þriðju er borað á þær göt með hraðvirkum rafvélum og í þeirri fjórðu eru þær dregnár á band o. s. frv. Þegar hann hefur þannig búið um sig, telur hann sér fært að taka upp baráttuna á heimsmarkaðinum. Og nú sendir hann uppskeruna frá 1913 á skart- gripamarkað Evrópu. öflugur áróð- ur og auglýsingastarfsemi er hafinn í helztu löndum Evrópu. Og þegar fyrsta sendingin er á leiðinni, tekur Mikimoto í sínar hendur stjórn starfseminnar og bíður átekta. Fyrsta sendingin er þegar komin til París. Gimsteinasalar Evrópu verða ótta lostnir. Japönsku perlurnar eru svo að segja gallalausar, og þeir stara á þær skelfdir. , Þeir rannsaka einkaleyfin. Og eftir að hafa lesið þau, er þeim ljóst, að héðan í frá er hægt að framleiða kynstur af perlum. Af- leiðingin hlýtur að verða sú, að náttúruperlan missir verðgildi sitt — en hvað er hægt að gera gagnvart þessum skæða keppinaut. Það er að vísu bót í máli, að sér- fræðingar geta þekkt „gerviperl- una“ frá náttúrlegri perlu. Ef til vill er þar leið út úr ógöngunum. Og gimsteinasalarnir hefja öfluga gagnsókn. Þeir fullyrða, að jap- anska perlan sé eftirlíking — hag- lega gerð gervivara. Heimsblöðin ráðast hörkulega á Mikimoto og perlur hans. Skartgripasalarnir krefjast málsóknar. En Mikimoto, sem tfylgist með gangi málanna gegnum símskeyti frá París, verður ekki uppnæmur. Hann lætur hart mæta hörðu: „Þér segið, að ég geri perluna verðlausa. Ég hef því til að svara, að ég útrými þjóðfélagslegri meinsemd. Hvers vegna eiga aðeins miljónaeig- endur að hafa ráð á að kaupa perl- ur? Ég vil gefa sérhverri konu, í hvaða stétt sem er, tækifæri til að eignast perlur. Þær eiga ekki ein- ungis að skarta á hálsi auðugra og tiginborinna kvenna, heldur einn- ig á dætrum óbreyttra borgara. Þér segir, að perlur mínar séu eftirlík- ingar. Þér alið upp silfurrefi og merði, sem gefa af sér dýrmæt skinn. Teljið þér þau eftirlíkingar? Silfurrefir og perlur eru afurðir úr dýraríkinu. Þér framleiðið silfurrefi handa kvenfólkinu til að skreyta sig með — ég framleiði handa því perlur. Það er allur munurinn“. Menn fylgdust af áhuga með deil- unni og biðu átekta. Hinir smærri skartgripasalar biðu þó ekki dómsúrslita, heldur pöntuðu japanskar perlur. Nú hófust réttarhöldin. Dómararnir kvöddu vísindamenn sér til aðstoðar. Það var leitað úr- skurðar franskra, amerískra, enskra og þýskra prófessora. Og úrskurður þeirra féll Mikimoto í vil. Dr. David Starr Jordon frá Stanford-háskólan- um, dr. Charles A. Kofoid við há skólann í Kaliforníu, prófessorarnii Shippley og Jameson frá Englandi, Boutain og Dollfuss í Frakklandi felldu ejnróma þann úrskurð, að perlur Mikimoto væru ekki eftirlík- ingar. Rétturinn gerði ekki annað en staðfesta þann dóm. 58 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.