Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 12
eiginlega gerður líkt og rennibekk- ur sem stendur upp á endann. Á honum er lárétt skífa, sem platan hvílir á, og er henni snúið af raf- magnsmótor. Snúningshraða f :df- unnar má stilla hvort heldur er á 78 snúninga á mínútu e5a 3í Vs snúning á mínútu. Meðan á upp'tök- unni stendur, færistrafsegullinnmeð plötuskeranum sjálfkrafa hægt frá ytri rönd plötunnar og inn að miðju um leið og platan snýst, og ristir demanturinn þá skoru í plötuna í jöfnum spíral frá ytri brún og inn eftir plötunni. Vegna rafsveiflanna, sem samtímis berast gegnum vafn- inga rafsegulsins, sveiflast eða titrar plötuskerinn með jdemantinum til hliðar og spíralskoran verður því bylgjótt í takt við upphaflegu hljóð- sveiflurnar. Venjulegar plötur eru 25 eða 30 cm. að þvermáli, en sumar eru rúm- lega 40 cm. Venjulega er snúnings- hraðinn 78 snúningar á mínútu, en á þessu tæki má einnig stilla hann 33% snún. á mín. Á 40 cm. plötu má með þessum hæga hraða (33i/3 sn./mín.) taka upp hljóð í samfleytt 15 mínútur á eina plötusíðu, í stað þesS að venjulega er tíminn aðeins 3—4 mínútur á plötusíðu. Þær plötur (aluminiumplötur með lakkhúð), sem notaðar eru við þetta hljóðritunartæki, hafa mjög litla suðu, en góð tóngæði, þola all- mikla notkun án verulegs slits, geymast vel og er lítið hætt við skemmdum, þótt þær komi í sól eða hita. Hins vegar eru þær nokkuð dýrar. Þegar snúningshraðinn er 331/3 snún./mín. er hætt við, að háir tónar deyfist óeðlilega mikið við upptök- una, en úr því má bæta með því að magna rafsveiflur með háa tíðni sérstaklega mikið, áður en þær eru leiddar til plötuskerans. Magnar- inn, sem tækjunum fylgir, er þannig gerður, að hann má stilla þannig, að hann magni hæstu tón- ana sérstaklega mikið, eða dýpstu tónana sérstaklega mikið. Á hljóðritanum er sérstök raf- magnshljóðdós, og má því einnig nota hljóðritann sem grammófón, þegar maður óskar að heyra, hvað hefir verið tekið upp á plötu. Nálin í hljóðdósinni fer þá eftir skorunni í plötunni, sveiflast til eftir skoru- bylgjunum, og tilsvarandi rafsveifl- ur framkallast þá í spólu hljóðdós- arinnar. Þær eru svo leiddar til magnarans, sem gerir þær margfalt sterkari, og þaðan eru þær svo leiddar til gjallarhorns, sem breyt- ir þeim í loftsveiflur, sem berast til eyrna áheyrandans. Þessi nýju hljóðritunartæki hafa reynast mjög vel, og er búizt við, að þau komi að miklum notum hjá Rík- isútvarpinu í framtíðinni. VIZKUKORN Dökkhærðar stúlkur gabba oft, en ljós- hæröar stúlkur svíkja alltaf. Enginn hefur leyfi til aS njóta hamingju, nema hann skapi hamingju öðrum til handa. Helen Keller. Gefðu mér ekki gull í baug, gefðu mér járn í plóg. G. Bbðvarsson. Viö berum ekki virðingu fyrir fátæktinni sjálfri, heldur þcim manni, sem hún getur livorki beygt né lítillækkað. Seneca. Kínversk spakmæli: Oft er slœmur eiginmaður góður faíSir, en, slæm eiginkona er aldrei góö móSir. Það er misskilningur, aS fegurðin búi á vöngum konunnar, hún býr í augum karl- mannsins, sem á horfir. 60 ÚTVARrSTÍDINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.