Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Blaðsíða 13
fí/nta erindið í fl. Sverris Krisfjánss: Hallar undan fæti Kvöldið B. ágúst 1914 lýsti Þýzka- land stríði á hendur Frakklandi. Sama dag sagði Ítalía skilið við þrí- veldabandalagið og hafði það að yf- irvarpi, að Miðveldin hefðu hafið á- rásina. Ári seinna var ftalía komin í stríðið með Bandamönnum. 23. ágúst 1914 lýsti Japan stríði á hend- ur Þýzkalandi. í nóv. sama ár lýsa Bandamenn stríði á hendur Tyrk- landi, og barst leikurinn við það til Austurlanda. í sept. 1916 gekk Búlgaría í lið með Miðveldunum, en Rúmenía ári síðar. í lið með Banda- mönnum. 6. apríl 1917 lýstu Banda- i'íkin stríði á hendur Þýzkalandi, og feið það baggamuninn. Loks var svo komið, að 24 þjóðir áttu í ófriði við Miðveldin. Hin fyrsta heimsstyrj- öld sögunnar var áþreifanlegur veruleiki. Raddir Ógerlegt aff hlusta á útvarp á Suö’austur- landi. Útvarpstíðindi höfðu haft lauslegar fregnir af því, að útvarpið heyrðist mjög illa Austurlandi, síðan hætt var að varpa út með fullri orku. Scttum vér oss því í sam- band við Jón fvarsson kaupfélagsstjóra í Hornáfirði og sþurðum, hvað hæft væri í þessu. ».Eins og nú standa sakir", segir kaup- fólagsstjórinn, ,,tel ég ógei'legt að hlusta á utvarpið frá Reykjavík, vegna þess, hve illa heyrist. Sta far það einkuni nf hinum miklu trnfJunum frá rússnesku útvarpi. Þetta er !|ð vísu dálítið misjafnt eftir vcðri, on lang- oftast er það svo, að illa er hægt að greina orðaskil, svo að ég held að flestir gcfist upp við að reyna að hlusta. »,En Eiðastöðin?" »,Hún mun koma að einhverju gagni fvrir þá, sem næstir henni eru, en a. m. k. fyrir þá, sem búa sunnan Lónsheiðar, er hún með ítvarpstíðindi f ágústmánuði 1914 gekk æsku- lýður Evrópu syngjandi og blómum skrýddur út á vígvöllinn. Fólkið grunaði ekki, að styrjöldin myndi verða svo hörð og löng, og raun varð á. Og forustumenn fólksins á sviði hermála og stjórnmála voru heldur ekki forvitrir í þeim efnum. Flestir héldu, að styrjöldin myndi verða hernaðarlegur göngutúr, og allt myndi á eftir falla í ljúfa löð. í rauninni varð heimsstyrjöldin hin tröllslegustu átök stórveldanna, þar sem atvinnulegt þol ogskipulag réðu að lokum úrslitum. En þó verður ekki annað sagt en að vopnahléið, sem gert var haustið 1918 hafi verið síðustu forvöð beggja aðila. 65 millj. manna höfðu verið kallaðir til vopna, 9 millj. féllu, 22 millj. særð- ust. Auði og mannslífum hafði ver- ið sóað svo gegndarlaust, rétt eins og farið hefði verið eftir orðtakinu, að ekki muni um eitt iður í sláturtíð- inni. En þó fór svo að lokum, að öllu gagnslaus. Margir eru sárir yfir'því, atS geta ekki notið útvarpsns, úr því þeir hafa tœkin og verða að greiða jafnt afnotagjald, þó aö ekkert heyiiat að gagni“. Erindi Sverris Kristjánssonar líka al- mennt nijög vel, eftir því sem ég hef heyrt á mönnum. Erindin ei'u skýrt og skipulega samin og gefa glögga, alþýðlega hugmynd um rás viðburðanna á því tímabili í sögu Evrópu, sem um er rætt. Orsakakeðjan er rakin á eðlilegan og skemmtilegnn hátt allt fram undir oklcar daga, jafnvel svo að Ijóst verður, hvernig núverandi styrjöld er eins konar ávöxtur þess, sem gróðursett var með- an staðið var yfir moldum þeirrar fym. Sverrir flytnr prýðisvel. Að því leyti tel ég hann í fremstu röð þeii'ra, er í útvarp tala. Helzt mætti að eiindum hans finna, að á stöku stað bregður fyrir áhrifum frá er- lendri setningaskipun. . 61

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.