Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Page 14

Útvarpstíðindi - 11.11.1940, Page 14
fólkinu ofbauð, og það hristi af sér þrjár keisaraættir, Rómanova, Habs- borgara og Hohenzollara. Austan frá Kyrrahafi og vestur að Rínar- fljóti lét byltingin greipar sópa um þessi meginlandsstórveldi, kórón- urnar ultu í rennusteinunum, og enginn virtist freistast til að máta þær á nýjum höfðum. Og í löndum sigurvegaranna var mikil ólga, menn heimtuðu frið, sem væri í sam- ræmi við þau loforð, sem gefin höfðu verið, að þetta skyldi verða stríðið, er bindi enda á styrjaldir. Friðarráðstefnan í París 1919 var að því leyti frábrugðin Vínarfund- inum, að hún var ráðstefna sigur- vegaranna einna saman, en þó voru þar að nafninu til fulltrúar 4/5 alls mannkynsins. Það var eins og Vín- arþingið væri risði upp úr gröf sinni, að vísu ekki í ytri glæsileik, ekki í sinni tiginbornu léttúð. En andi þess sveif yfir vötnum Parísarborgar. Churchill hefur mjög komið viS sögu Evrópu ú 20. öldinni. Versalasamningurinn. Fimm stórveldi, Englands, Frakk- land, Ameríka, Ítalía og Japan mynduðu tíu manna ráð, sem gerði allar samþykktir og leiddu málin til lykta. (Maður minnist „átta manna ráðsins“ á Vínarþinginu !) En í raun- inni voru það þeir þremenningarnir, Wilson, Lloyd George og Clemen- ceau, sem sköpum réðu á þessari ráðstefnu, er útbjó friðarsáttmál- ann, sem síðar var undirritaður í Versölum. Átökin urðu allsnörp milli Wilsons og Clemenceaus, en Lloyd George miðlaði málum. Hann sagði um Wilson, að hann áliti sig vera Jesúm Krist, en Clemenceau þættist vera Napóleon I. Hinn amer- íski frelsari boðaði almennt þjóða- bandalag, sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna og afvopnun, Clemenceau heimtaði öryggi Frakklandi til handa. Þjóðabandal. og öryggi Frakklands var tryggt með Versala- samningnum og öðrum milliríkja- samningum, sem gerðir voru næstu ár á eftir, en tuttugu árum síðar var hvorttveggja hrunið í rústir. 62 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.