Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vikan 24.—30. nóv. Á sunnudagsmorguninn verður fluttur lagaflokkur „Föðurland mitt‘% eftir tékkneska tónskáldið Smetana. Þetta er eitt með mikil- fenglegri tónverkum, sem útvarpið flytur, en þó varla að sama skapi torskilið. Það á að lýsa Bæheimi og tékknesku þjóðinni og mun vera til orðið sem túlkun sterkrar þjóðernis- kenndar. Það er sérkennilegt við þetta verk, að höfundurinn reit það nokkru eftir að hann varð algjör- lega heyrnarlaus. Á mánudaginn syngur frú Annie Þórðarson einsöng. Þrjú af lögunum eru eftir dr. V. v. Urbanschitsch. Tekstar við tvö þeirra hafa verið þýddir á íslenzku og fara þeir hér á eftir. Þýðing eftir Björn Franzson. Sólarveigar senn munt teyga. Hantl.an harms og tára, handan sorgarflaums rísa löndin sólarsæludraums. 21.15 Minnisverð tíðindi (Thorolf S'mith). 21.35 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Föstudagur 29. nóvember. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.30 Utvarpssagan : „Kristín Lafransdótt- ir“, eftir Sigrid Undset. 21.00 „Takið undir“! (Páll ísólfsson). 21.35 Hljómplötur: Harmóníkulög. Laugardagur 30. nóvember. 19.25 Hljómplötur: Kórsöngvar. 20.30 Leikrit: „Landafræði og ást“, eftir Björnstjerne Björnson (Soffíá Guð- laugsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Edda Kvaran, Guðlaugur Guð- mundsson, Gunnþórunn Halldórs- dóttir, Þorst. Ö. Stephensen, o. fl.). 22.30 Fréttir. 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Handan hélunætur hverju böli fjær ljós og fagur ljómar dagur skær. Huggast lát þú, hjarta, hræðst ei sorgar fár. Roðar firrst í fjarska fjöllin morgunsár. Sjón til himinhæða hefjast lát í trú. Sólarveigar senn munt teyga þú! Mun það senn? Mun það senn? Hundrað kvíða hlaðnar stundir, hundrað blóði drifnar undir — Og þótt skrýðist skógur enn skrúði grænu, mun hann sölna, engjablómin aftur fölna. Mun það senn? Frú Annie Þórðarson. 68 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.