Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 7
ÍSLENZK ULL Á mánudag 2. des. flytur frú Anna Ásmundsdóttir erindi, er hún nefnir: „Þegar lopinn kemur“. 1 erindi þessu mun hún einkum segja fréttir frá starfsemi skrifstofunnar „Islenzk ull“. Starfsemi skrifstofu þessarar vek- ur æ meiri athygli, og er ekki annað sýnna, en að henni muni takast að valda straumhvörfum í þá átt að hef ja ullina íslenzku til vegs og virðingar í hugum manna. Ég bregð mér því á sýningarstað- inn fyrir íslenzka ull og ullarvarning í Suðurgötu 22. Þ.ar hitti ég fyrir frú önnu Ás- mundsdóttur, sem ásamt frú Lauf- eyju Vilhjálmsdóttur hefur haft for- göngu um stofnun skrifstofunnar og annazt starfrækslu hennar. Á skrifstofu þessari ber margt fyr- ir augu, sem mér virðist mjög at- hyglisvert. Þar gefur að líta ýmsa muni úr ís- lenzkri ull, sem eru svo haglega gerð- ir, að allir hljóta að undrast, sem ekki eru áður kunnugir því, hversu vandaðar og smekklegar vör- ur er hægt að framleiða úr íslenzku ullinni. Þær vörur, sem þarna eru til sýnis, eru flestar handunnar á heim- ilum víðs vegar um landið. Fyrst beinist athyglin að nokkr- um mjög snotrum peysum, sem þarna eru til sýnis. — Þessar peysur vekja aðdáun flestra, sem hingað koma, segir frú Anna. Nú höfum við ákveðið að efna til samkeppni meðal almennings um fallegustu kven- og karlmannapeysur, sem okkur berast til sýningar. Við heitum 50 kr. verðlaunum fyrir fal- legustu kvenpeysuna og öðrum 50 krónum fyrir fallegustu karlmanns- Frú Anna Ásmundsdóttir og i'rú Lauí'ey Vil- hjálmsdóttir (t.v.) Vignir tók myndina fyrir Útvt. á skrifstofunni „íslenzk ull“. peysuna. Gestir þeir, sem sýninguna sækja, greiða atkvæði um, hverjar þeim þykja fallegastar, og ræður það úrslitum í samkeppninni. — Hvað kosta svona peysur? spyr ég. — Þessar handprjónuðu tvíbanda- peysur, sem þér sjáið, og sem mest eru í tízku núna, kosta 30—60 krónur. — Er það ekki of dýrt til þess að fólk almennt kaupi þær? — Nei. Við gætum selt miklu meira af þeim en við gerum, aðeins ef framleiðslan væri nóg. Fólk hefur nú fengið reynslu fyrir því, að það borgar sig að kaupa íslenzka prjón- lesið þessu verði. Svona flíkur geta enzt svo árum skiptir, án þess að láta á sjá. Og íslenzku sauðarlitirnir eru í miklum metum, ekki sízt hjá út- lendingum. Hinn vaxandi áhugi unga fálksins fyrir vetraríþróttum hefur líka skapað aukna þörf fyrir íslenzk- an ullarvarning. — Teljið þér, að hægt væri að hafa sæmilega atvinnu við að framleiða prjónavörur fyrir þann markað, sem hér er nú? — ;Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það væri hægt. Margar konur, sem nú vinna fyrir stofuna og eru orðnar ÚTVARPSTlÐINDI 87

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.