Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 13
Upplestur Lárusar Pálssonar leikara úr ritum Jónasar Hallgrímssonar þ. 16. þ. m. var skýr og áheyrilegur, röddin viðfelldin og eðlileg. Áherzlur fundust mér þó ekki alltaf falla vel við efnið, en þar hefur hver sinn smekk, og má um það deila. Ég hef kunnað kvæðin, sem hann las, frá barn- æsku og ævintýrin líka, næstum orðrétt, en samt hafði ég ánægju af að hlusta á upp- lesturinn, og tel ég, að það sé bezta sönnun þess, að vel hafi verið lesið. Utvarpið ætti að gera meira að því að láta góða upplesara flytja valda kafla úr bókmenntum vorum, bæði í bundnu máli og óbundnu. Flestir hafa yndi af að hlusta á góðan upplestur, þar sem saman fer fögur hugsun og listræn túlkun. Það mundi því vel þegið af hlustendum ð fá sem oftast að hlýða á færustu menn og konur á þessu sviði flytja snjalla bókmenntakafla í út- varpið. Við eigum ýmsa listamenn á þessu sviði, eins og t. d. frú Soffía Guðlaugsdóttur, sem les ljóð á listrænni hátt en flestir aðr- ir. En gæti útvarpið ekki náð til slíkra manna eins oft og æskilegt væri, er annað ráð fyrir hendi. Samkvæmt frásögn Jóns Eyþórssonar, formanns útvarpsráðs, á Ríkisútvarpið nú mjög fullkomin tæki til að hljóðrita á plötur talað mál. Væri því tilvalið að taka upp á slíkar plötur nokkra úrvalskafla úr bókmenntum vorum eftir upplestri færustu manna og kvenna. Skyldi það bæði vera ljóð og óbundið mál. Sjálfsagt væri einnig hægt að taka þar með ýmsa krfla úr forn- bókmenntum vorum, og vafasamt er, hvort þær yrðu á annan hátt betur kynntar fyrir æskulýðnum og hann hvattur til að lesa þær. Plötur þessar mætti síðan leika við og við í útvarpið, t. d. í barnatímunum. Börnin mundu hlusta og margir fullorðnir vafa- laust líka, og þá væri strax nokkuð unnið. Ég held, að þessi tilhögun væri góð viðbót við íslenzkukennslu útvarpsins. * * BRÉF. Jværu útvarpstíðindi. Mig langar til aS biðja ykkur að birta þessar fáu línur, en það sem kom mér til að fara a'ð skrifa, var hinn nýi dagskrárliður útvarpsins ,,Takið undir“. Mórfannst ég aft- „Hann fylgir séra Torfa að mál- um“. ,, Já ,af því að hann veit, að kons- úlnum er stríð í því. Það er baldið eðlið í ættinni, óþjált og uppvöðslu- gjarnt — en góðar taugar í því samt, lagsmaður. Þetta er erfðahat- ur. Og nú ætlaði ég einmitt að fara að segja þér, hvernig á því stendur“. Ég fór að verða forvitinn. „Þeir voru fjandmenn, Jónas heitinn og Grímur“. „Bræðurnir —!“ „Já, máttu ekki sjást alla sína æfi“ „Út af hvt.>3u var það?“ Oddur glotti. „Það byrjaði nú enki út af miklu. Jónas hló að bróður sínum í kirkj- unni. Grímur reiddist þetta litla við hann út af því“. „Var Grímur söngmaður?“ „Þeir voru báðir raddmenn, bræð- urnir, Grímur engu síður en Jónas, þótt Jónas væri forsöngvari. — Nei, í þetta skipti hló allur söfnuðurinn að Grími og Jónas líka. Grímur fór út af laginu og beljaði sálminn lag- laust. Enginn gat sungið með hon- um; allir fóru að hlæja — jafnvel presturinn átti bágt með sig. Grím- ur gat fyrirgefið öllum öðrum þetta alvöruleysi, :en bróður sínum gat hann aldrei fyrirgefið það“. Niðurl. í næsta bl. ÚTVARPSTÍÐINDI 93

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.