Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 2
Dómurinn. Rossini, fulltrúi hins ljóðræna, en ekki að sama skapi djúptæka ít- alska óperustíls, var spurður, hvern- ig honum hefði líkað „Tannháuser“ Wagners, sem þá var nýbúið að leika í fyrsta sinn. Hann svaraði: „Til þess að geta dæmt þessa óperu, verða menn að hlusta á hana oftar en einu sinni; ég ætla mér þó ekki að gera það!“ Slys. ' 1 j , Richard Strauss, sem er ekki síður tónstjóri en tónskáld er að æfa „Alpasymfóníuna“ með hljómsveit sinni. Þegar komið er að erfiðum parti í kaflanum „þrumu- veður og stormur“, vill svo til, að fiðluboginn rennur úr hendi forleik- arans og dettur á gólfið. „Bíðið!“, kallar Strauss. „Við verðum að taka „þrumuveðrið“ aftur: forleikarinn missti regnhlíf- ina!“ R. A. Drykkjuróni sneri sér að einum Reykja- víkurprestanna, sem var á gangi í Aust- urstræti að kvöldlagi: „Ef ég man rétt“, sagði hann, „stendur það í biblíunni, að það, sem þér viljið að aðrir gjöri yður, skuluð þér þeim gjöra“. — Prestur kvað þetta rétt vera. „Viljið þér þá ekki gjöra svo vel að gefa mér nokkra aura, prestur ÚTVARPSTÍÐINDI konn út vlkuleKa. a8 vetrinum, 2t tölubl. 16 blaCsiöur hvert. 3. lrcangur kostar kr. 7.60 til áskrifsnda og greiölst fyrir- fram. í lausasölu kostar heftlt) 15 aura. Rltstjöri og ábyreöarmaCur: KRISTJÁN , FRIÐRIKSSON Bergstaöastr. 48. - Sími 4937 Afgr. I Austurstr. 12. - Slmi 6046 Útsefandii H/f. Hlustandinsu ísafoldarprentsmiöja h/f. góður?“ — hélt drykkjurúturinn áfram. — „Samkvæmt orðinu ber mér ekki að gefa yður peninga", mælti prestur, „því að ég hef ekki minnstu löngun til að þér gefið mér aura“. Einu sinni var ungur maður, sem nýkom- inn var heim frá útlöndum, með gott próf. Hélt hann því, að allar atúlkur væru ,skotnar“ í sér. Skömmu eftir að hann kom, var hann á dansleik og gaf sig þar á tal við miðaldra mann, sem hann hafði hitt eitt sinn á íslendingafélagsfundi í Kaupmannahöfn. Allt í einu tekur ungi maðurinn eftir því, að á að gizka fertug kona, sem situr hinum megin í salnum, er að biosa og kinka kolli, þangað sem þeir standa. „Skyldi þessi kerlingarskrukka þarna vera að reyna að „kóketera" við mig?“ sagði ungi maðurinn. „Ég veit ekki“, svaraði hinn. „En það er velkomið, að ég spyrji hana að því fyrir yður; því að þetta er konan mín“. * „Þetta kvenfólk, þetta kvenfólk! Því er aldrei treystandi“. „Nú, hvað áttu vi8?“ „Ég setti hjúskaparauglýsingu í Morgun- blaðið, og hver heuldurðu að hafi gefið sig fram? Kærastan mín“. Ný barnabók! Smekkleg jólagjöf! Prinsessan í hörpunni EFTIR KRISTJÁN FRIÐRIKSSON er nýkomin í bókauerzlanir uiðsvegar um land. Aðal söguþráður þessarar bókar er tekinn úr fornsögunum, enda er bókin rituð í þvi skyni að glœða _______ áhuga barna og ungling fyrir þeim. 98 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.