Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 4
Tannháuser Ópera í 3 þáttum, eftir Richard Wagner. Leikin sunnud. 8. des. 1. þáttur kl. 10. 2. og 3. þáttur kl. 15.30. Richard Wagner var fæddur árið 1813 í Leipzig, og varð einn af mestu endurnýjendum söngleikagerðar á 19. öld, enda þótt hann mætti kall- ast að mestu leyti sjálfmenntaður. En „praktiska“ reynslu fékk hann þegar snemma á ævinni, aðallega fyrir tilstilli stjúpföður síns, sem var leikari. Hann varð hljómsveitar- stjóri við mörg leikhús í smábæjum víðsvegar um Þýzkaland, og varð loks 1843 stjórnandi hljómsveitar- innar í óperunni í Dresden. Hann var fylginn sér og hafði mörg járn í eld- inum, og var hann gjörður pólitísk- ur útlagi þaðan, eftir uppreistina ár- ið 1848. — Útlegð sína lifði hann í Svisslandi og París, en 1864 tók Ludwig II. konungur af Bayern, sem síðar varð vinur margra listamanna — hann að sér — en þaðan varð hann að flýja skömmu síðar sökum óvildar ýmissa andstæðinga sinna þar í borg. Hann átti alla ævi marga óvildarmenn, sem hann bakaði sér mest fyrir stolt sitt og óbilgirni — Richard Wagner. en einnig marga góða og merka vini. Bardaginn milli þeirra flokka tveggja leiddi til margra músíksögu- legra viðburða, sem hér yrði of langt mál að rekja. Takmarki ævistarfs síns náði hann, þegar honum og vin- um hans tókst að koma upp leikhúsi í Bayreuth, sem var eingöngu helg- að verkum Wagner’s. Þau voru ekki ýkjamörg að tölu, samanborið við mörg önnur óperutónskáld. Fyrstu verk hans, sem nokkuð kvað að, voru „Fljúgandi Hollendingurinn“, og „Tannháuser“.Svq, kom „Laengrin", þá „Tristan og Isolde“, „Meistara- söngvararnir“, „Niflungahringur- inn“ og að lokum „Parsifal“. Að öll- um verkum sínum ritaði Wagner sjálfur bæði texta og músík Föstudagur 13. desember. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafrans- dóttir“, eftir Sigrid Undset. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 77, nr. 1, eftir Haydn. 21.16 „Takið undir!“ (Páll ísólfsson stjórnar). Laugardagur 14. desember. 19.25 Hljómplötur: Kórsöngvar. 20.30 Frá Noregi (Skúli Skúlason ritstjóri). Norskir söngvar (Pétur Jónsson). 21.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. Lög eftir Kreisler, Chopin, Gade og Gau- tier. (21.50 Fréttir). 24.00 Dagskrárlok. 100 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.