Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 7
Frá Noregi Erindi og söngvar laugard. 14. des. Viðburðir átta síðustu mánaða hafa ráðið því, að nú berst fátt frétta milli Norðurlanda og Islands. Örlögin hafa hagað því þannig, að hér á landi er berzkt setulið og í Danmörku þýzkt, en Svíþjóð er lok- uð úti frá öllum beinum samgöngum við Island, þó að landið eigi að heita utan við ófriðinn mikla. í Noregi er sá munur og í nefnd- um löndum, að þar var hernáminu veitt virk mótstaða og Norðmenn vörðust í tvo mánuði unz yfir lauk, og stjórnin varð að flýja land. Síð- an ráða Þjóðverjar yfir Noregi, þó að stjórn sú, sem nú situr, eigi að heita skipuð norskum mönnum. — Norska stjórnin hefur því sömu að- stöðu og t. d. stjórn Hollands eða stjórn de Gaulles, og það sem Norð- menn hafa einkum lagt fram til baráttunnar gegn núverandi ráða- mönnum Noregs, er hinn stóri, og góði norski floti. 1 fyrra voru haldin sameiginleg útvarpskvöld, sem endurvarpað var til hlustenda allra Norðurlanda. — Slíkt útvarp er ekki hægt að fram- kvæma nú á dögum.En það er kunn- ugt, að samúð á Noregur óskipta hér á landi og að menn munu fús- lega hlusta á norsk lög og kvæði og fréttir undan og ofan af frá Noregi, part úr kvöldi. hans laufgast og verður algrænn. Þykir öllum viðstöddum þetta kraftaverk merki þess, að nú sé sál hans borgið. Syngja þeir lofsöng guði til dýrðar, og lýkur þar með söngleiknum Tannháuser. ÚTYARP8TÍÐINDI Rústir í Elverum í Noregi, eftir loftárásir Þjóðverja. Laugardagskvöldið 14. des. verð- ur útvarpað sönglögum og annarri músík frá Noregi. M. a. syngur Pét- ur Jónsson óperusöngvari nokkur lög, sem flestir þekkja. En Skúli Skúlason blaðamaður segir fréttir frá Noregi, bæði af innrás Þjóðverja í landið og vopnaviðskiptum og enn fremur af daglegu lífi fólks í þeim hluta Noregs, sem hann er kunnug- astur. Dvaldi hann í Noregi frá því fjórum mánuðum fyrir hernámið 9. apríl s.l. og þangað til í haust. Það hafa margvíslegar hörmung- Skúli Skúlason, blaðamaSur. 103

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.