Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 02.12.1940, Blaðsíða 11
JON TRAUSTI: STRANDIÐ Á KOLLI „Og urðu þeir óvinir út af þessu lítilræði “ „Hatursmenn — blessaður vertu — hatursmenn. Grímur gat aldrei litið bróður sinn réttu auga eftir það. Jónas var þá stórlyndur líka og baðst sízt vægðar. — En svo var fleiri en þetta, sem skildi þá í raun og veru. Kjör þeirra voru harla ó- lík. Grímur var efnaður og fjár- aflamaður mikill, Jónas hafði fullan bæinn af börnum og lá alltaf við sveit. — Grímur var hreppstjóri og mest metinn allra bænda í sveitinni. Jónas hafði sig lítt frammi og var lítils metinn, en hvass í orðum og vægði ekki fyrir nokkrum manni. Allir kviðu fyrir því, að hann yrði hreppnum til byrði þá og þegar. — Og hefði hann einhvern tíma kom- ið til bróður síns, að leita hjálpar af sveitinni, þá efast ég ekki um, að Grímur hefði tekið honum eins og alhvítum hesti og líklega ekki hrip- að það í hreppsreikninginn, sem hann hefði látið hann fá. Ef til vill hefur það verið slík stund, sem Grímur hefur þráð og beðið eftir. En það gerði Jónas sálaði aldrei. Ég held, að hann hefði heldur látið allt drepast niður í kotinu en gera það“. „Jónas hefur verið dugnaðarmað- ur?“ „Já, ég held það — og einstakur sjósóknarmaður. Hann var ætíð sí- vinnandi á landi og sjó — og hann hlífði sér ekki. En honum hélzt ekki á því, sem hann aflaði. Það er annað en gaman, að ala upp barnahópinn. Ég þekkti Jónas sáluga vel. Ég vann hjá honum í mörg ár og reri jafn- an með honum“. Oddur þagnaði ofurlitla stund. Ég sá það á honum, að nú var hann að sækja í sig veðrið, áður en hann byrjaði á sögunni. Það brást heldur ekki. „Svo var það eitt sumar, skömmu eftir þetta ,,kirkju-hneyksli“, að fiskur gekk hér inn í fjarðarmynn- ið — alveg eins og núna. Fisk-torf- urnar voru alveg uppi í landsteinum. Menn tví- og þrí-hlóðu á dag. Ég reri þá með Jónasi sáluga“. Það var auðséð á andlitinu á Oddi, að gamlar minningar voru að rakna upp í huga hans, minningar sem honum voru kærar og líklega hafa gert honum marga gleðistund í kyrrþey. Hann laut yfir beituna, sem hann var að brytja, svo ég sá ekki í augun á honum. En andlitið ljómaði af ánægju. „Veðrið var alveg eins og núna, blæjalogn og sólskin. Grímur heitinn var frekur til fengsins í. þá daga. Hann lét auðvit- að alla báta sína moka upp aflan- um, þá er annars gengu til fiskjar. En honum nægði það ekki. Heldur tekur hann bát, sem uppi hefur stað- ið, mannar hann með tveim drengj- um og sjálfum sér, og rær hér út í fjarðarmynnið. Jónas hafði lagt lóðina sína næst landi, því þar var þá fiskurinn bezt- ur; þar brást varla fiskur á hverju járni. Fyrir utan okkur var krökt af bátum og lóðum. En þegar við erum nýbúnir að leggja lóðina, kemur bátur innan með landinu. Það er Grímur og drengirnir. Og viti menn! Hann leggur lóðina sína fyrir o f a n okk- ur — alveg uppi í landsteinum. „Nú leggur hann yfir Kollinn“, sagði Jónas sálaði og brosti við. „Eigum við að kalla til þeirra?“, spurði ég. ÚTVARPSTÍÐINDI 107

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.