Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Side 2

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Side 2
Heggur sá, er hlífa skyldi. Úr erindi, sem P. í. hélt í útvarp nýlega: — — enda þótt okkur hér í útvarpinu þyki gaman að hlusta á okkur sjálfa, þá höfum við þó komizt að raun um það, að háttvirtir hlustendur hafa ekki eins góðan smekk. 30. nóv. var ég staddur inni í Tónlistar- deild útvarpsins og varð þá áheyrandi aö eftirfarandi samtali milli Páls ísólfssonar og lijörvairs: P. í.: Hvernig var það, Helgi. Átti ég ekki að vera með skýringar á tónlist þarna þriðjudaginn 10. des. ? Hjörvar: Jú,--------eiginlega. En það er allt í lagi. Við settum Don Quixote í stað- inn fyrir þig! Ungi maðurinn sagði við stúlkuna, að ef hún vildi ekki giftast sér, þá mundi hann fá sér reipi og hengja sig fyrir framan glugga hennar. „Nei, góði, gerðu það ekki“, sagði stúlkan, ,,þú veizt, að hann pabbi sagðist ekki vilja, hafa þig alltaf hangandi hérna“. Bóndi nokkur í Eyjafirði hafði orðið sekur fundinn um bruggun áfengis og sekt- aður. Hann greiddi sektarféð möglunarlaust, en hann vildi gjarnan fá kvittun fyrir greiðslunni, en Sig. Eggerz, bæjarfógeti á ÚTVARPSTlÐINDI koma út vikulega að vetrinum, 28 tölubl. 16 blaSsíöur hvert. 3. ár&angrur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og grreiBist fyrlr- fram. í lausasölu kostar heftlö 35 aura. Ritstjúri oe ábyrgöarmaöur: KRISTJÁN PRIÐRIKSSON BergstatSastr. 48. - Simi 4937 Afgr. I Austurstr. 12. - Slmi 5046 lltirefnndi: Il/f. Hlnatandinn. ísafoldarprentsmiðja h/f. Akureyri, kvað það ekki venju að gefa kvittanir fyrir slíku. „Trúið þér á dómsdag, hr. bæjarfógetif' spurði bóndi. „Já , svaraði Sigurður. ;,Það er sam- kvæmt okkar lögleiddu trú“. „Jæja“, sagði bondi. „A þeim degi verður sagt við mig: Þú hefur bruggað áfengi og brotið lög lands þíns. Já, herra, segi ég, og ég hef borgað mína sekt fyrir það“. „Hvar er kvittunin?" mun þá verða sagt; „og finnst yður, bæjarfógeti góður, að nokkur meining sé i því, að ég sé að hlaupa alla leið niður til helvítis eftir yður eða full- trúum yðar á slíkum degi, til þess að ná i kvittunina?“ —Sá ma/ður, sem ekki getur sett hugs- anir sínar þannig fram, að fólk skilji hann, er asni. Skiljið þér niig? — Nei. ¥ ¥ ¥ Guðs eigin morgnar eru honum ný undr- unarefni. Hin stóru konungsríki þreyta skap- arann, en aldrei hin smáu blóm. Tagore. FÖTIN SKAPA MANNINN V. Látið mig sauma fötin. Guðmundur Benjamínsson P. O. Box 84. Laugavegi 6. Sími 3240. 114 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.