Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 6
 Nokkrir rithöfundar á Norðurlöndum ErindaflokUur Kristmanns GuSmundssonar skálds Ég hitti Kristmann Guðmundsson að máli eitt kvöldið og spyr hann um þennan fyrirlestraflokk. — Það er gert ráð fyrir, að þessi erindi verði þrjú alls, segir Krist- mann. 1 fyrsta erindinu mun ég segja frá nokkrum ungum rithöfundum, sem orðið hafa kunnir á síðustu ár- um. Annað erindið, sem flutt verður þriðjudaginn 17. des, verður um rit Olavs Duun, og mun ég þar leitast við að sýna fr.am á, hvert gildi hann hef- ur haft fyrir norskar bókmenntir. Síðar mun ég svo lesa smásögu eftir hann, þar sem fram koma helztu ein- kenni hans, sem rithöfundar. Saga þessi er líka með beztu smásögum í norskum bókmenntum. — Síðasta er- indið fjallar um Tryggva Andersen. Hann er einn af stílfærustu rithöf- undum Norðmanna. Ég tel það illa farið, hvað hann er lítið þekktur hér á landi. Tryggvi Andersen hefur einkum lagt alúð við að lýsa íbúurn skógarbyggðanna í Austur-Noregi (Upplöndum). Samræða okkar berst nú brátt að ýmsu öðru. Kristmann segir mér frá elgs- og þiðraveiðum í skógum Upp- landa, þar sem margar af sögum Tryggva Andersen gerast. Þá berst talið að bókum höfundarins sjálfs. Ég spyr, hvort ekki sé von á neinum nýj- um bókum frá honum á næstunni. — Ég þýddi eina af stytztu sögum mínum, er ég dvaldi að Húsafelli í sumar. Annars býst ég við að fara mér hægt í þeim sökum fyrst um sinn. Ég hef í hyggju að hvíla mig dálítið og hugsa í næði um þau verk, sem ég hef í smíðum, því að auðvitað hefur maður alltaf eitthvað nýtt á prjón- unum. Helzt af öllu vildi ég skrifa á íslenzku eingöngu, en það er erfitt fjárhagsins vegna, þar sem markað- ur fyrir íslenzkar bækur er mjög tak- markaður. — Þér dvölduð á Húsafelli í sum- ar? — Já, svarar Kristmann. Þar var gott að vera. Ef ég ætti að bend.a á íslenzkt sveitaheimili, sem bæði hefur tekizt að varðveita kjarna hinnar fornu sveitamenningar og flest það bezta, sem nýi tíminn hefur fært okkur, þá mundi ég nefna Húsafells- heimilið. Bóndinn þar, Þorsteinn Þorsteinsson, er góður fulltrúi hinna sönnu, íslenzku bændahöfðingja, og heimilið sjálft er mjög aðlaðandi og 118 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.