Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Qupperneq 7

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Qupperneq 7
viðfelldið. Á Húsafelli er fagurt, landslag margbreytilegt, sýn til f jalla og öræfa, skógivaxin hraun, miklar elfur og hrikaleg gil. Fyrir m.ann, sem hefur þráð IsLand árum saman, er þar gott að vera. — Eru nokkrar minjar að Húsa- felli um forna sögu staðarins? — Já. Kvíarnar, sem séra Snorri, skáld og galdramaður, byggði, standa þar enn fullnothæfar. I veggjum þeirra eru steinvölur, sem vega um eitt til tvö tonn. Þar liggur líka enn á balanum kvíahellan svonefnda, en það er steinn sá, er Grímur kvað um og Espólín reyndi sig á forðum daga. Steinn þessi er 360 pund að þyngd og þykir gott meðalmannstak að lyfta honum á kné sér, en Þorsteinn bóndi á son, 16 vetra gamlan, sem gengur hiklaust með stein þenna í fang sér. Þá er til á bænum kerald eitt, sem Fjall.a-Eyvindur hefur smíðað. Það er úr búi séra Snorra. Er það hinn mesti Kristmann Gnðmundsson ásamt sinni ungu konu. (Myndin úr „Stundinni“. Fot. Þorst. Jósepsson). kjörgripur og enn hleypt í því skyrið á Húsafelli. Krisfján Krisijánsson Kristján Kristjánsson söngvari er hlustendum vel kunnur, m. a. fyrir söng sinn í útvarpið. Mun hann hafa verið með fyrstu söngvurum, sem þar hafa látið til sín heyra. Þá hefur hann einnig sungið einsöng í flestum stærri kaupstöðum landsins. Kristján er ættaður frá Seyðisfirði, sonur Kristjáns Kristjánssonar lækn- is, sem kunnur er fyrir söng sinn og tónsmíðar. Eitt af þeim lögum, sem Kristján syngur á mánudaginn, er eftir föður hans. Kristján hefur notið allmikillar menntunar í söng, stundaði söngnám um fimm ára skeið í Kaupmannahöfn, Vín og Milano, enda ber söngur hans ótvírætt merki um smekkvísi og r.add- fágun. Flestir Reykvíkingar muna vel ÚTVARPSTÍÐINDI 119

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.