Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Síða 8

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Síða 8
Einbúi í Krýsuvík Á kvöldvökunni á miðvikudaginn flytur Árni Óla blaðamaður erindi, sem nefnist: Einbúi í Krýsuvík. Árni Óla hefur lengi haft þann sið að fara aleinn í langar göngu- ferðir — oft til hinna ólíklegustu staða. Árni segir, að það hafi marga kosti að vera einn á ferðalagi. Hann segir: — Það er gott að hafa með sér þaulkunnuga fylgdarmenn, ef far- ið er hratt yfir og farið víða. En þú kynnist landinu bezt með því að vera aleinn á ferð, hafa gott kort með þér og fara hægt yfir. Og vilj- irðu kynnast sveitarbrag, hugsunar- hætti fólks eða einstökum mönnum, þá verðurðu að vera einn. Gestsauga fatast sýn, þar sem margir eru sam- eftir honum í hlutverki Schuberts í Meyjarskemmunni, en það var fyrsta operetta, sem sýnd var hér á landi. Nýlega höfum vér heyrt, að Kristján muni syngja tenorhlutverk í oper- ettu, sem ráðgert er, að Tónlistarfé- lagið sýni hér eftir hátíðirnar. Á mánudaginn syngur hann með,al annars þessi lög: A Dream eftir J. A. Bartlett. Ich bin verliebt úr óperettunni „Clivia“, eftir Nico Duftal. Til hennar, eftir Sigurð Ágústsson bónda í Birtinga- holti og Lóan, eftir Kristján Krist- jánsson lækni. 120 Árni Óla, blaðamaður. an og hver glepur annan. Og fólk er seinteknara og orðvarara, ef margir forvitnir spyrja í senn. í þessu erindi sínu segir Árni frá heimsókn í sumar, sem leið, til ein- setumanns í Krýsuvík. Um langi skeið var mikil byggð í Krýsuvík og fyrsta áratug þessarar aldar voru þar 40—50 íbúar. En smám saman hefur fólkið flúið. Seinasti ábúand- inn flýði fyrir 6 árum, en þá varð einn maður þar eftir og hefur verið þar síðan og býr í kirkjunni, sem enn hangir uppi. Kirkjan í Krýsuvík. ÚTVARPSTÍÐINDI I

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.