Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 9
 Rögnvaldur Sigurjónsson Einleikur á pianó fimmtudaginn 19. des. Á fimmtudaginn 19. des. mun Rögn- valdur Sigurjónsson leika nokkur lög á píanó. Rögnvaldur er ungur lista- maður, sem nýlega hefur getið sér góðan orðstír fyrir hljómleika, er hann hefur haldið hér nýlega. Rögu- valdur er uppalinn hér í Reykjavík, sonur Sigurjóns Markússonar stjórii- arráðsfulltrúa, fyrrum sýslumanns. Eftir að hafa lokið námi í pianóleik við tónlistarskólann hér, sigldi Rögnvaldur til Frakklandsog stund- aði nám í París um tveggja ára skeið. 1 fyrravetur kom hann heim til Reykjavíkur og hefur dvalið hér síðan, en mun hafa í hyggju að sigla aftur til frekara náms strax og tæki- færi gefst. Ást og vor höfðu völd þetta vorglaða kvöld, er þau mættust við drauma og dans, og hér fundust þau fyrst, baeði f jörug og þyrst í œvintýr, drauma og dans. ÚTVARPSTÍÐINDI „Hver fylgir þér heim . . . ?" Ljóð við danslag kvöldsins 14. des. sungið af Einarí B. Waage Hver fylgir þér heim nú í nótt, er náttblær í lauf i hlær, út í vornæturhúmið hljótt, viS hlið þína, vina mín hær, þú mátt hann ei, kæra mín, fyrr senda frá þér, en fær hann skilnaðarkossinn hjá þér. — Hver fylgir þér heim nú í nótt? Vandalaust val fyrir þig, vina mín góð, kjóstu mig. R. J. 121

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.