Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Síða 9

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Síða 9
II Rögnvaldur Sigurjónsson Einleikur á pianó fimmfudaginn 19. des. Á fimmtudaginn 19. des. mun Rögn- valdur Sigurjónsson leika nokkur lög á píanó. Rögnvaldur er ungur lista- maður, sem nýlega hefur getið sér góðan orðstír fyrir hljómleika, er hann hefur haldið hér nýlega. Rögu- valdur er uppalinn hér í Reykjavík, sonur Sigurjóns Markússonar stjórn- arráðsfulltrúa, fyrrum sýslumanns. Eftir að haf.a lokið námi í pianóleik við tónlistarskólann hér, sigldi Rögnvaldur til Frakklandsog stund- aði nám í París um tveggja ára skeið. í fyrravetur kom hann heim til Reykjavíkur og hefur dvalið hér síðan, en mun hafa í hyggju að sigla % aftur til frekara náms strax og tæki- færi gefst. Ást og vor höfðu völd þetta vorglaða kvöld, er þau mættust við drauma og dans, og hér fundust þau fyrst, beeði fjörug og þyrst í ævintýr, drauma og dans. „Hver fylgir þér heim . . . ?“ siingið af Einarí B. Waage Hver fylgir þér heim nú í nótt, er náttblær í laufi hlær, út í vornæturhúmið hljótt, við hlið þína, vina mín kær, þú mátt hann ei, kæra mín, fyrr senda frá þér, en fær hann skilnaðarkossinn hjá þér. — Hver fylgir þér heim nú í nótt? Vandalaust val fyrir þig, vina mín góð, kjóstu mig. R. J. ÚTVARPSTÍÐINDI 121

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.