Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 13
ast, hve fátæklega við urðum að byrja, í tveim herbergjum til alls. Það voru mikil viðbrigði, þegar út- varpið fékk það húsnæði, sem það hefur nú í landsímahúsinu, þó að það sé nú orðið of lítið og óhentugt. En frumbýlingstíminn hefur sín gæði, og það hefur Jóni Þorlákssyni líka fundizt, svo að ég minnist eins atviks. Þegar fyrst voru stjórnmála- umræður hér í nýju húsakynnunum og Jón talaði í „ræðustofunni“, þá sagði hann við okkur, þegar hann kom út: „Það verð ég að segja, að miklu kunni ég betur við á hinum staðnum, að hafa þau Helga Hjörv- ar og Sigrúnu inni hjá mér, meðan ég talaði þar!“ — Hvernig kunnuð þér við sjálf- ur að tala í útvarp fyrst framan af ? — Heldur vel. Það er nú um mig sagt, að mér þyki gaman að heyra sjálfan mig tala. Þetta er bæði last og lof um útvarpsmann; því að leið- ist honum sitt eigið tal, getur hann varla skemmt öðrum. Ég hef aldrei fundið til þess við hljóðnemann, að vera einn, eins og margir kvarta um. En allt fram á síðustu ár hef ég titrað dálítið hvert einasta sinn, sem ég gekk að hljóðnemanum, þó svo að ég væri með einhverjar litl- ar þingfréttir, sem ég kunni á fingr- um mér. Nú er þessi hrollur vikinn frá mér, en ég sé eftir kvíðanum; hann gerir mann vissari; hann er samviskan og verndar mann fyrir tómlætinu. — ,Var það í fyrsta sinn, sem þér töluðuð í útvarp, 20. des. 1930? — Nei. Ég talaði fáein skipti í gamla útvarpið. Það fyrsta, sem ég flutti í útv.arp, var „Kúrlý“ eftir Stephan G. Stephanson. — Bjuggust þér við því, þegar þér urðuð fyrst formaður útvarps- Raddir hlusíenda Mánudaginn, þann 25. nóvember, söng frú Annie Þórffarson lög eftir Brahms og v. Urbantschitsch. Viöfangsefni þessi verður að telja óvenju- lega skemmtileg. Lög eftir Brahms eru hér yfirleitt sjaldnar sungin en sa|nngjarnt vœri, en flutningur laga eftir Dr. Urba|ntschitseli, aflgjafa Hljómsveitar Reykjavíkur, mun jafnvel nýjung í dagskrá Útvarpsins. Hvort hin skólaða altrödd frúarinnar nýt- ur sín eins vel, betur eða ver í útvarpi en ,,in natura", er mór ekki kunnugt, en alltaf er erfitt að dæma frammistöðu söngvara eftir ráðs, að þér munduð koma svona mikið fram í útvarpinu sjálfur, eins og reyndin varð. — Nei, fjarri því. Ég er fæddur ,,raddlaus“ og ,,laglaus“. Og ekki var byrjunin góð. Þegar verið var að reyna stöðina hér, dagana áður en hún var opnuð, var ég þar uppi eitt kvöld og las þá, ónefndur, eins og allir aðrir, „Island farsælda frón“, rétt svona hægt og rólega. Þegar ég kom út á götuna, mætti ég einni af beztu vinkonum mínum í þessum bæ, en hún fór að tala um útvarpið og hafði verið að hlusta. — Heyrðu, sagði hún. Hver las „Is- land farsælda frón“? Ég lét ekki vita það, enda heyrðist mér hljóðið ekki gott. — Það ætla ég að vona til guðs, sagði vinkona mín, að þið látið þann mann aldrei koma fram- ar! Þetta var fyrsta þakklætið, sem ég fékk. En mér var öldungis sama. Ég var viss um það, að ég mundi geta flutt að minnsta kosti í meðal- lagi, ef til þyrfti að taka. Og ég var viss um það, sem meira var vert: vöxt útvarpsins og viðgang, þó að engin sérstök læti væru í frammi höfð til að ryðja því til rúms. ÚTVARPSTÍÐINDI 125

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.