Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Qupperneq 14

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Qupperneq 14
því einu, sem hljóðnemi og viðtæki skila til áheyrendanna. A efra sviðinu virtist röddin stundum ofreynd, svo að vart varð við tón- hæðarskekkju, en túlkunin var gjörhugsuð og stílhrein — og er það meira, en segja mætti um margan vinsælan „óperutenór“. Lagið „Auf dem See“ (Á vatninu) eftir Brahms hefði þó mátt syngja hraöar. Skiln- ingsdýpt söngkonunnar þótti ekki sízt koma fram í hinum fíngerðu tón-málverkum v. Urbantsehitschs, er ætti að endurtaka eða öllu heldur að gefa út, áður en langt líður. — Loks verður að getá, þess, að hinn prýðilegi undirleikur Dr. Urbant- schitschs kom ekki alltaf að fullum notum, þar sem bassinn eða neðra svið píanósins heyrðist illa eða ógreinilega. Mun þetta fyrirbrigði ekki eins dæmi við flutning mús- ikefnis í útvairpi, og þykir því rótt að benda hér ó, liversu nauðsynlegt er að endurprófa og bæta hljóðnæmisskilyrðin í „baðstofu“ Utvarpsins eins gaumgæfilega og unnt er. Þriðjudaginn þann 3. desember, lék Tríó Tónlistarskólans eða þeir Bjöi-n Ólafsson, Dr. Edelstein og Árni Kristjánsson hið nafn- fræga ,,Geistertrio“ eðal „vofutríó“ Bcet- hovens. Nafn þetta á reyndar einungis við mið- kafla verksins, en hin sérkennilega hrynj- andi hans og litbrigði koma enn í dag „flatt upp á mann“, þegar hlustað er á hann í fyrsta sinn. Er það ef til vill álitamál, hvort hi’að- inn hafi'verið réttur við flutning þessa þátt- ar, en undimtuðum fannst hann full-lítill: Hin furðulega tíbrá tóna, og hljóma, sem birtist í honum, virtist missa af sam- felldni sinni og markvissu, þrátt fyrir all- an innileik túlkunarinnar. Af hinum 2 gust- mikiu þáttum, sem halda draumóravef mið- ka.flans gætilega í sterkum viðjum hins klass- iska jafnvægis, lék Tríó Tónlistarskólans. einkum hinn fyrra svo glæsilega, að fullkom- ið mátti heita. Væri hégómlcgt að deila um það, hvað hefði skarað hér mest fram úr: þróttur og fjör Björas, hin silfurmeitlaða' laglínugreining Árna eða hinn ósvikni og al- gjörlega óvæmni söngblær hnéfiðlunnar í höndum Dr. Edelsteins. Þökk fyrir kvöldið! R. Á. Thorolf Smith flutti kaflann „Minnis- verð tíðindi" þ. 28. f. m. Erindi hans virtist mér vel samið, málsmeðferð sanngjörn og skýr framsetning. Bar erindið vott um góða greind höfundar. En flutningurinn vaa- ekki vel góSur. Það var dálítið áberandi, að erindiS var lesið, en sem kunnugt er, þarf flutningur í útvarp að vera þannig, að á- heyrandanum finnist efnið „mælt af munni fram“. Svo er eitthvað grófgert við rödd Th. S„ sem veldur því, aS hún er ekki viðfelldin í útvarpi, a. m. k. ekki eins og hún kom fram í þetta skipti. LeikritiS ,,Landafrœði og ást“, var flutt 30. nóv. Þetta er skemmtilegt leikrit, sér- lega vel byggt og gefur því leikendum gott tækifæri til að sýna hæfileika sína. Yf- irleitt virtist mér það sæmilega flutt, en tveir af leikendunum þóttu mér fara miklu bezt meö hlutverk sín. Annar var Brynjólf- ur Jóhannesson og undraði mig það ekki, Hitt.var ung stúlka, sem ég hef ekki heyrt getið í sambandi við leiklist áður. I-Iún lék lilutverk Helgu og heitir Helga Valtýsdóttir (dóttir V. Stefánssonar ritstjóra). Eg tel, að hún hafi farið svo að segjq óaðfinnan- lega með hlutverk sitt, og er það mikið sagt. Hún virtist skilja hlutverk sitt til hlítar og segja hverja setningu með réttum raddblæ og áherzlum. Eg tel og alveg sérstaklega virðingarvert við han.-y, að hún var alveg laus við hinn lciðinlega ,,leikhústón“, sem óprýöir flutning svo margra hér, jafnvel sumra okkár beztu leikenda. Eg vil óska ung- frú Ilelgu til hamingju mcð þessa ágætu byrjun — og vona, að ef hún framvegis leggur sig fram um aö gera eins vel eða betur, þá megi brátt bjóða hana velkomna í liinn allt of fámenna hóp góðra íslenzkral leikara. — Hún liefur notið tilsagnar frú Soffíu Guðlaugsdóttur, sem gefur henni góö- an vitnisburð um ástundun og ótvíræða hæfileika. Ungfrú Krislín Sigurffardóttir las þ. 4. des. kvæði eftir Davíð Stefánsson. Kristín virðist þegar liafa tileinkaS sér nokkra kunn- áttu í upplestri. Það sýndi hún með tveim síðustu kvæðunum, sem hún las. Aftur mis- tókst henni viö fyrsta kvæðið (Hallfreö). Hún las það of blæbrigðalaust og kuldalega. 126 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.