Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 2
Edison, hinn heimsfrægi uppfinninga- maður, spáði því, að eftir 300 ár myndu áfengir drykkir einungis þekkjast sem lyf eða hegningartæki. Myndu afbrotamenn þá verða dæmdir til að drekka áfengi 1 hegn- ingarskyni. Þegar vélsetjarinn i ísafoldar- prentsmiðju hafði sett ofanritað, bætti hann við: „Þetta ætti að taka upp strax!" Einari Markan er margt til lista lagt. Auk þess sem hann syngur, semur lög bg yrkir, fæst hann eitthvað við að mála. í glugga Körfugerðarinnar í Bankastræti, þar sem blindraiðn er seld, voru um dag- inn sýndar nokkrar vatnslitamyndir eftir hann og voru til sölu fyrir 30,00 kr. stykkið. Ásgeir Bjarnþórsson listmálari gekk þarna fram hjá ásamt nokkrum félögum sínum og þótti þeim ekki mikið til myndanna koma. Ásgeir lagði ekkert til málanna, en þegar hinir höfðu skoðað myndirnar nóg- samlega, sagði hann: „Hér er seld blindra- iðn, drengir". Ekkjumaður einn kvongaðist í annað skipti, og gekk að eiga ríka ekkju, er var um fimmtugt. Þegar hjónavígslunni var lokið, og hjónin komin heim, fór maðurinn að sýna börnunum sínum konuna og mælti: „Nú, nú, börn, kyssið þið nú konuna. Þetta er nýja mamman, sem ég lofaði að útvega og koma með handa ykkur“. Anna litla horfir lengi þegjandi á nýju mömmuna og segir síðan: „Pabbi, nú hefurðu látið svíkja þig fallega. Hún er alls ekki ný“. Trúlofunarhringar, Borðbúnaður, Tækifærisgjafir l góðu úrvali'. Guðmundur Ándrésson gullsmlður, Laug'wegi 50 — Slmi 3769. Otvarpstíðindi koma út vikulega atS vetrinum, 28 tölubl. 16 blabelöur hvert. 3. árgangur koatar kr. 7.60 til áskrifenda og ereiðist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftið 36 aura. Hitstjöri og: ábyrffðarmaður: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON BergstalSastr. 48. - Stmi 4937 Afgr. 1 Austurstr. 12. — Slml 5046 ÚtKrefnndli H/f. Uluatnndliut. IsafoldarprentsmiSja h/f. Læknaskólakennarinn: „Hvað er það, sem fyrst af öllu ber að athuga, þegar nýr sjúklingur leitar sér lækninga?" Stúdentinn: „Hvort hann getur borgað". „Sá maöur, sem lætur undan, þegar hann hefur á röngu að standa“, sagði ræðumað- urinn, „er skynsamur. En sá, sem lætur undan, þegar hann hefur rétt fyrir sér, hann er----------“ „giftur", sagði einn á- heyrandinn. Fyrsta kvikmyndin, sem sýnd var í Eng- landi, hót „Biðilsför hermannsins“. Öll kvikmyndin var um 40 fet að lengd og það tók eina mínútu að sýna hana. Herra Jónsson sér hvar frú Sigurðsson kemur að heimsækja konuna hans og flýr inn í skrifstofuna. Klukkutím^ seinna kem- ur hann í dyrnar og segir: „Nú er hún þó loks farin, kerlingarskrattinn 1“ En í því sér hann, hvar hún situr og drekkur kaffi með konunni hans og verður svo hverft við, aö hann getur ekki hreyft legg né lið. En kona hans er snarráð eins og kvenfólk er vant að verai og segir: ,,Já, hún er farin, kcrling- in, en hún frú Sigurðsson er hérna. Bless- aður komdu og drekktu með okkur kaffi- sopa, góði minn“. FLÓRA AUSTURSTRÆTI 7 Símar 2039 og 5639 Kaupið til jólanna hjá olthor. FLÓRA 130 ÚTVAHPSTÍDINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.