Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 5
í landinu, kemur nú í heimsókn til Úlfstjörau, ásamt skáldinu Eiríki Bogárd. Það kemur í ljós, að Reback á erindi við soninn, Helga stúdent, en ekki húsbóndann. Hann fær hinum unga manni í hendur skjöl, sem bera það með sér, að hann hefur verið út- nefndur af uppreisnarmönnum til þess að skjóta landsstjórann. í 2. þættinum fáum við að vita, að Helgi hefur kynnzt ungri stúlku, ögdu að nafni, og hafa þau fellt hugi saman. í þáttarbyrjun tjáir- Helgi ögdu, að hann eigi að fremja verkn- að sinn næsta föstudag — og eigi því aðeins eftir tvo daga ólifaða og það jafnt, hvort áformið heppnast eða ekki, því mistakist honum verkið, muni uppreisnarmenn sjá fyrir hon- um. Þegar Agda verður þessa áskynja, krefst hún þess, að fá að deyja með unnusta sínum. Foreldrar Helga koma þeim að ó- vörum, en honum tekst að skjóta ögdu undan og blekkja föður sinn. 1 3. þætti ákveður Jóhann Úlf- stjarna að leggja niður embætti sitt og hyggst með því að ná sættum við son sinn. Af tilviljun kemst hann að leyndarmálinu, er dr. Reback heim- sækir hann enn einu sinni, og þá krefst hann þess af dr. Reback, að sonur hans verði leystur frá því að fremja þennan verknað. En þess er enginn kostur. Lárus Sigurbiömsson hefur þýtt leikinn og lagað hann til flutnings í útvarp. Þess skal getið, að hvorki Rússland né Finnland eru nefnd í leikritinu og Schanman ekki nefndnr sínu rétta nafni, heldur Helgi Úlfstiarna. en það er á allra vitorði, hvað við er átt. Eins og kunnugt er, tóku Rússar Finnland með ófriði á öndverðri 19. öld. Finnar undu aldrei rússneskum yfirráðum og alla öldina ólgaði óá- nægja. Þegar Nikulás II. kom til valda í Rússlandi, virtist þó horfa betur fyrir Finnum, m. a. var rit- frelsi aukið í landinu. En 1898 kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti, að herlöggjöf Finna var samræmd Rússneskri herlöggjöf. Sama ár var Bobrikow gerður að landsstjóra. öll þjóðin komst í uppnám, því hann var áður alræmdur fyrir harðstjóm sínrt. 1/> miljón manna undirrituðu bæna- skjal og sendu keisaranum og báðu Ævar Kyaran leikur hlutverk Helga hann að virða hin fornu réttindi landsins. Bænaskjalið naut sfuðn- ings 1500 frægra manna í öðrum löndum, en 500 menn fóru á fund keisara með bænaskjalið, en hann neitaði að veita þeim áheyrn. Bobrikow var nú ekki aðgerðalaus. Hann kom á hinni ströngu ritskoðun, jók lögreglueftirlitið, bannaði funda- höld, hafði njósnara á hverju strái og fyrirskipaði rússnesku sem kennslumál í öllum skólum. 1901 var svo finnski herinn lagður niður og sameinaður her Rússa í Finnlandi. 1903 varð Brobikow gerð- ur einvaldur í Finnlandi. Allir, sem neituðu að gegna herþjónustu, voru reknir í útlegð, þ. á. m. flestir helztu menn þjóðarinnar. En auk þess kvað svo í’amt að almennum landflótta, vegna kúgunarinnar, að heilar kirkju- sóknir tæmdust af fólki. Þá var það að Bobrikow var myrtur.. En um ÚTVARPSTÍÐINDI 133

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.