Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 6
M essias Oratorium eftir Hánde.l. Flutt 2. jóladag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Blandaður kór Tónlistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur. Stjórnandi Dr. V. v. Urbantschitsch. Einsöngvarar: Guðrún Ágústsdóttir (Sopran I), Dlvina Sigurösson (Sopran II), Guðrún þorsteinsdóttir (Alt), Daniel þorkelsson (Tenor), Arnór Halldórsson (Bassi). Einlcikarar á hljóðfærl: Páll ísólfsson (Orgel), Árni Kristjánsson (Cembalo), Björn Ólafsson (Fiðlusóló), Heinz Edelstein (Cellosóló), Karl O. Runólfsson (Trobasóló). Oratoríið Messías mun oftar vera leikið erlendis en flest önnur sam- bærileg verk, en hér á landi hefur það aldrei verið flutt áður — enda mjög umfangsmikið og gerir mjög miklar kröfur til söngvara, hljóð- færaleikara og stjórnanda. — Þetta verk hefur nú verið æft í fleiri mán- uði og hafa starfað að því um 100 manns — um 70 söngvarar og 30 hljóðfæraleikarar. Þetta oratorium er samið á ensku við texta, sem teknir eru úr Heilagri ritningu, og er flutt í gínum upp- þetta leyti voru Rússar í stríði við Japani og höfðu því nóg viðfangsefni heimafyrir, en frá þeirri stundu, að harðstjórinn var skotinn, sameinuð- ust Finnar, ungir sem gamlir, í bar- áttunni gegn erlendum yfirráðum og fyrir sjálfstæði Finnlands. runalega búningi. Það er lofsöngur um endurlausn Jesú Krists, en lýsir honum ekki eingöngu sem hinum líð- andi Frelsara, heldur einnig sem voldugum sigurvegara, — í anda Gamla testamentisins. — Oratoríið byrjar á spádómum um komu Krists, hins mikla endurlausnara. Þá kemur fæðing hans og líf og síðan píslar- sagan. Næst er Upprisan, Himnaför in, útsending postulanna og barátt an gegn heiðingjunum, sem endar með hinum alþekkta „Hallelúja- kór", sem álitið er, að sé hámark, ekki aðeins þessa verks, heldur alls þess, sem Hándel hefur samið. Eft- ir Hallelújakórinn byrjar svo þátt- urinn um Dómsdag, sem er lokaþátt- ur verksins. Georg Friedrich Hándel er fæddur í Halle á Þýzkalandi 23. febrúar 1685. Það var með Hándel, eins og fleiri stórmenni á sviði tón- listarinnar, að strax á barnsaldri komu í ljós hjá honum miklir og ö- 134 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.