Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Page 7

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Page 7
 Kórinn og hljómsveitin undir stjórn dr. V. v. Urbantschitsch. tvíræðir tónlistarhæfileikar. En faðir hans, sem var „bartskeri", leit slíkt óhýru auga og vildi láta hann nema lögfræði, svo að drengurinn varð að fara í felur með tónlistariðkanir sín- ar. En er Hándel var 8 ára gamall, heyrði hertoginn af Sachen-Weissen- feldt hann leika á orgel, og fyrir hans atbeina var Hándel komið að tónlist- arnámi hjá orgelleikaranum F. W. Zachau. Árið 1702 varð hann svo að- stoðarorgelleikari við hallarkirkjuna í Halle. En þrá Hándels eft’r að heyra og sjá meira en hinn litli fæðingar- bær hans gat í té látið, varð til þess, að árið eftir lagði hann í fyrsta ferða- lag sitt. Þá fór hann til Hamborgar, þar sem þá var hin fræga þýzka ópera. Þar kynntist hann m. a. Johann Matteson, sem fljótt uppgötvaði snilli- gáfu Hándels og tók hann að sér til menntunar og frama. Það varð að vísu á svo yfirlætisfullan hátt, að Hándel fannst sér misboðið, og varð úr fullur fjandskapur milli þeirra um tíma, er endaði með því, að þeir háðu einvígi, en urðu svo aftur beztu vinir. Nokkru síðar hélt Hándel svo til ítalíu. Þar dvaldi hann í þrjú ár, og jókst nú mjög hróður hans, bæði af tónsmíðum hans og kynnum við fræga listamenn, svo sem Corelli, Alessandro, Scarlatti, Lotti, Stefani o. fl. Og það var Steffani, sem fékk Hándel með sér til Hannover og ætl- aðist til, að hann yrði þar eftirmaður sinn. Steffani gaf Hándel í skyn, að um Hannover myndi auðsótt til Eng- lands. Kjörfurstinn af Hannover, sem síðar varð Georg Englandskon- ungur, gerði Hándel strax að „hof- kapelmeistara“ sínum, og að fengnu leyfi hans,fór Hándel síðan til Lond- on. Þar jókst mjög frægð hans sem ,,klaver“- og orgelleikara, og sér- staka hylli önnu drottningar vann hann með ,,Rinaldo“, sem hann samdi þá á fjórtán dögum. Árið eft- ir fór Hándel enn til London, með leyfi furstans, en í það sinn sneri hann ekki aftur, en settist þar að fyrir fullt og allt. Enska hirðin veitti Hándel nú hvern heiðurinn öðrum meiri, og hylli almennings náði hann fljótlega með verkum sínum. Hann gerðist brátt mjög umsvifamikill um óperusýningar og leikhúsmál og fóru þar eftir afköst hans við tón- smíðarnar. Þær eru að vísu mjög mismunandi að efni og gæðum, en féllu vel við smekk samtíðarinnar. Enda má segja, að hann hafi á snilldarlegan hátt sameinað þýzkt tilfinninganæmni, ítalska lagauðgi og brezka alvöru og tign. — Það hefur lengi staðið „stríð“ milli Þjóð- ► I I tTVARPSTÍÐINDI 135

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.