Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Qupperneq 8

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Qupperneq 8
verja og Englendinga um Hándel. Hann var, svo sem áður segir, fædd- ur Þjóðverji, en dvaldi í Englandi öll sín manndómsár. Þar skóp hann flest þau verk, sem halda munu nafni hans á lofti um ókomnar ald- ir, og þaðan flaug frægð hans um öll lönd. — Hándel er einn af fáum stórmennum tónlistarinnar, sem í lif- anda lífi naut ávaxtanna af starfi sínu, bæði um auð og frægð. — Þeir jafnaldrarnir, J. S. Bach og Hándel, sáust aldrei og þekktust ekki. En til er munnmælasaga um, að Bach hafi einhverju sinni átt að hafa sagt: „Af öllum mönnum vildi ég helzt vera Hándel — ef ég væri ekki ég sjálfur". Hvort sem sagan er sönn eða ekki, sýnir hún að minnsta kosti, hvert álit mönnum hefur fundizt að Bach ætti að hafa á honum. — Af- köst Hándels eru feiknamikil. Hann samdi 20 orgelkonserta, 25 sónötur, 50 óperur, 26 oratorí, fjölda af fan- tasíum og fúgum fyrir orgel, auk aragrúa af smærri verkum. Enda var sköpunarmáttur hans svo mik- ill, og hugsunin svo frjó, að sum verk hans urðu til á ótrúlega skömmum tíma. Og til marks um það er, að annað eins stórvirki og „Messías" reit hann á aðeins 24 dög- um. Um tíma gekk hann líka svo fram af sér, að hann fékk aðkenn- ingu af slagi, en jafnaði sig þó brátt aftur og tók til á nýjan leik. Árið 1751 fór svo að bera á sjóndepru hjá honum, sem þrátt fyrir allar læknisaðgerðir leiddi til algerðrar blindu. En þrekið var óbilandi. Hann starfaði enn áfram, sérstaklega að endurbótum á verkum sínum; og átta dögum fyrir dauða sinn lék hann enn einu sinni orgelhlutverk- ið í „Messías". — Hándel andaðist í London 14. apríl árið 1759, á 75. aldursári. Dr. Victor von Urbantschitsch. hefur nú dvalið hér á landi síðan haustið 1938. Tónlistarfélagið fékk hann þá hingað sem stjórnanda Hljómsveitar Reykjavíkur og hins nýafstaðna kórs Tónlistarfélagsins. Dr. V. v. U. er f. 1903 í Vínarborg, lagði stund á tónlistarfræði við há- skólann þar í borg og varð doktor í þeim fræðum 1925. Eftir það starf- aði hann sem hljómsveitarstjóri í Mainz í Þýzkalandi í nokkur ár, þá varð hann óperuhljómstjóri við kon- unglega Þjóðleikhúsið í Beograd, höf- uðborg Jugoslavíu, en síðustu fjögur árin áður en hann kom hingað, var hann skólastjóri tónlistarskólans í Graz í Austurríki og dósent við há- skólann þar. í timanum „Takið undlr“ 6 jóladag verða sungin þessi lög: Sjá morgunstjarnan blikar blíð. Velkomin vertu, vetrarperlan frið. Hin fegursta rósin er fundin. í dag er glatt í döprum hjörtum. í Betlehem er barn oss fœtt. Heims um ból. 136 ÚT V AEP ST í ÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.