Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 9
Spjallað um upplestur við Sigurð Skúlason ritstjóra. Eftir að hafa fregnað, að mag. Sig. Skúlason ritstjóri mundi lesa í út- varpið. á Þorláksmessukvöld, þótti mé'r fýslegt að 'éigá við hann tal, því ég hef oft hlustað á Sigurð í útvarpi mér til ánægju, en síðan Útvarpstíð- indi hófu göngu sína, hef ég aldrei haft tækifæri til að ræða við hann. Ég hringdi því til Sigurðar, og yið komum okkur saman um að hittast og rabba dálítið saman. S. Sk. er góður viðtals og léttur í máli — og hygg ég, að ég fari rétt með, að honum hafi farizt orð á þessa leið: ¦— Enda þótt Þorláksmessukvöld sé það kvöld ársins, þegar minnst mun vera hlustað á útvarp, a. m. k. hér í Reykjavík, þótti mér samt vænt um að útvarpsráð skyldi hleypa mér að þetta kvöld, því að það minnir mig þægilega á, að einmitt fyrir 10 árum á öðru starfskvöldi Ríkisút- v.arpsins, sem einnig var Þorláks- messukvöld, veittist mér sá heiður að flytja erindi um Þorlák helga og og lesa upp eftir frjálsu vali nokkra kafla úr sögu hans. — Eg hef heyrt menn undrast það, hve sjaldan þér komið í útvarp nú, samanborið við það sem áður var. — Já, þetta hafa margir minnzt við mig undanf arið — og ég hef alltaf svarað því sama: Hvenær sem út- varpsráðið hefur beðið mig um upp- lestur, hef ég jafnan orðið við óskum þess. Það er því eingöngu undir því komið, hve oft ég kem í útvarpið. Að vissu leyti er ég alveg samþykkur út- varpsráði um það, að rétt er, að ég komi þar ekki eins oft fram og á fyrstu starfsárum útvarpsins — þá var ég oft tvisvar og þrisvar í mánuði og slíkt nær vitanlega engri átt um sama mann, sem þá ekki er alveg sama um bæði sjálfan sig og hlustend- ur, því að fátt er líklegra til að eyða vinsældum manns — og gera öll- um hlustendum leiðindi — en að láta einstaka menn ganga sér til húð- ar í útvarpinu, eins og of oft brennur við. — Ég þekki engan svo vinsælan mann, að hann þoli slíkt. Gagnvart slíkri ráðabreytni er ekki til nema eitt ráð fyrir hlustendur: að skrúfa fyrir. Ég er þeirrar skoðunar, að menn eigi að koma mátulega sjaldan í út- varp, til þess að þeir geti varðveitt hjá sér virðingu gestsins, sem skilur eftir heima hjá sér dæs, ræskingar og annan heimamennskubrag, — ég TÖTVARPSTÍÐINDI 137

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.