Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Síða 11

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Síða 11
Tryggve Andersen: Við arineldinn. Það var á milli jóla og þrettánda. Unga fólkið af bænum og allir jóla- gestirnir voru á dansleik. Bóndinn og ég vorum einir heima. Gigtin og ald- urinn vörnuðu honum að taka þátt í ærslum unga fólksins, og ég — ja, mér hefur kannske fundizt líka, að ég væri of gamall. En hver sem á- stæðan annars var, þá sat ég heima honum til samlætis, enda þótt einhver seiðandi þrá vildi lokka mig til að slást í hópinn, þegar fullfermdir sleð- amir brunuðu úr hlaði með háværum bjölluhljómi og stefndu inn á kóngs- veginn. Svo móktum við báðir lengi í rökkr- inu. Við drógum tvo körfustóla að arninum, settum síðan bollana með brennivínskaffinu í arinopið, svo að ekki skyldi kóina í þeim, og höfðum ekki rænu á að kveikja á lampanum eða draga gluggatjöldin fyrir. Við sáum, hvernig bláhvítt tungl- skinið lék um glitrandi snjóbreið- uraar úti. Það féll inn um gluggana og markaði rúðurnar á gólfið með löngum, skökkum, bleikum ferhyra- ingum, sem hurfu annað veifið fyrir sterkum, rauðum bjarma, sem flæddi yfir gólfið frá arainum, þegar við köstuðum nýjum skíðum á glóðina, svo að snarkaði í henni og eldurinn blossaði upp á hý. Eftir nokkra stund komst samræða okkar á rekspöl, og eins og oftast, þegar við röbbuðum saman, snerist samtalið um horfna daga og sérstæða atburði, sem þá gerðust. Byggðir Upplanda eiga sínar sér- kennilegu sögur og sagnir, sem bera það með sér, að þær hafa forðum daga verði sagðar, þegar fólkið sat við arineldinn á löngum vetrarkvöld- um. Frásögnin var oft tengd við bæ- inn eða nágrennið, og þær ættir, sem þar höfðu búið. Sjaldan kom það fyr- ir, að óvæntur gestur truflaði sögu- manninn, því að stórbýlin voru strjál og afskekkt. Hitt gat fremur átt sér stað, að hann næmi staðar í miðri frá- sögn til að hlusta eftir ýlfri úlfanna neðan frá ísi lögðum firðinum. Orðin liðu rólega og látlaus af vör- um hans og skipuðu sér í ótrúlega Ijósar og lifandi myndir, þegar sagt var frá einstökum atburðum, en kyrr- látt rokkhljóðið blandaðist rödd sögu- mannsins. — Og ömurleiki langra, dimmra skammdegiskvölda í tómlegu eldhúsgímaldi, þar sem fólkið hélt sig, gæddi sögurnar lífi og litum. Algeng- ast var, að þessar sögur fjölluðu um ástríðuþrungnar ástir, óheillavæn- lega fyrirboða, örlagaríka atburði og orsakir fyrir því, að hinir dauðu hlutu hvorki ró né frið í gröfum sín- um, heldur gengu aftur og héldu sig þar, sem þeir höfðu þjáðst og strítt. Veitti sögnin þeim nokkur eftirmæli, vora þau jafnan reist á illverkum þeirra. Hið „góðláta gaman", sem sagt er að einkenni nörska bændur, er ekki ríkt í eðli Upplendinga. Það kemur lítt fram í daglegri umgengni og finnst varla í sögum þeirra og sögnum. Aftur á móti eiga þeir nóg af seinheppnum, sárbeittum hálfkær- ingi og hafa ekki svo lítið dálæti á því, sem er hryllilegt og dularfullt. Ég man, að ég var að hugsa um allt ÖTVAEPSTlÐINDI 139

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.