Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 12
þetta fyrrnefnt kvöld, svo að ég var annars hugar og f ylgdist ekki vel með samtalinu — mér kom umræðuefnið kunnuglega fyrir og tók því ekki meiri þátt í umræðunum en sjálfsögð kurteisi krafðist. En allt í einu er athygli mín vakin. Ég skynja brot úr sögu, sem ég hafði ekki heyrt áður. Hún gerðist í öðru byggðarlagi og var um annað fölk en venjulegt var. Ég spurði um það, sem farið hafði fram hjá mér og náði þannig í sögu- þráðinn frá byrjun. Það var sagan um, hvernig dauða majórsins og majórsfrúarinnar bar að. Það var í fyrsta skipti, sem ég heyrði hana. Síðar hef ég oft heyrt hana og alltaf eins í aðalatriðunum, en þau eru vafalaust sönn. En þar sem ég get ekki reitt mig á, að rétt sé farið með öll smáatriði, mun ég sleppa nöfnum. Þó mun vart finnast nokkur, sem neitt hefði við það að athuga, þó að ég tæki þau nú með. , Majórinn var vel þekktur úr strfð- inu 1808 og 1809. Hann var hátt sett- ur liðsforingi, var af góðum ættum og hafði öðlazt þann heiður að vera per- sónulegur vinur Augustenborgar- arfólksins. Framtíðin virtist brosa við honum. — Hann var lengi vel ó- giftur, enda þótt bónorði af hans hálfu mundi hafa verið tekið opnum örmum á betri bæjunum. Það leit út fyrir, að hann hugsaði eintmgis um störf sín í þágu hersins. En loks gift- ist hann þó dóttur efnaðs bönda í sínu byggðarlagi vestanvert við Mjösen. Og þá urðu margir hneykslaðir... ________Frh. Vizkukorn. Vertu aldrei hinn þriðji, þegar tveir deila. Hvert það hreysi, sem vonin hef- ur aðsetur sitt í, er höll. Erindl Roberts Abrahams 27. des. I næsta erindi sínu, Úr sögu söng- listarinnar, mun Robert Abraham ræða um tónlist Forn-Grikkja og enn- fremur músík á fyrri hluta miðalda. Sem kunnugt er, var sönglistin í mikl- um metum hjá Grikkjum á blóma- tíma menningar þeirra, og var jafn- vel skoðuð sem áhrifaríkt uppeldis- meðal. En alveg sérstaklega viljum vér vekja athygli á, að í síðari hluta erindisins, sem f jallar um tónlist mið- aldanna — mun R. A. tala um ís- lenzka tvísönginn og rekja afstöðu hans til þróunar í sönglistinni yfir- leitt. LIPURTÁ — danslag kvöldsins 28. des. Sungið af þremenningunum: Agnari Sig- urðssyni, Guðm. Karlssyni og E. B. Waage pú ert liúí og létt á íæti sem lítill fugl i vorsins geim. pú ert ör af œsknkæti óg aðeins þekkir bjartan hoim. Lipurtá, blíð á brá bros þú vekur öllum h]á. Aðeins vor, æskuspor áttu hér á meðal vor. — pu ert ein úr Anstnrstræti sem útlagana seiðir helm. pá, sem langar til að lifa, þeir leita nppi sporin þin. peir, sem alltaf yrkja, skrifa þinn æskusvip i ljóðin sin. Lipurtá, blið á brá, bros þú vekur ÖIIuiu h]á. Sérhvert kvöld, öld af Bld átt þú hér að hafa vOld. pelr sem hverfa burt nr bænum, þeir brosa, hvar sem mynd þin skin. Snæbj. Einarsson. 140 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.