Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 13
Erindi Kristmanns Guðmundssonar skálds um rithöfunda, tel ég að hafi í lieild sinni verið misheppnað. Að vísu dáðist ég að því, hvað fyrirlesaranum tókst oft vel að gefa allglögga hugmynd um rithöfund eða bók í örfáum orðum — og erindið var skemmtilega flutt og djarf- lega samið — en að minni hyggju er al- veg Þýðingralaust að láta upptalningar, eins og þetta erindi var að miklu leyti, fara fram í útvarpinu. það er alveg ó- hugsandi, að mönnum takizt að festa sér nokkuð sérstakt í minni, þegar hver stuttorða lýsingin rekur aðra eins og þarna var. Ég reyndi eftir mætti að festa mér í minni aðalkjarna erindisins. Fyrst framan af virtist mér, að þetta gæti tek- izt, en þegar á leið, og því fjölgaði, sem > þurfti að leggja á minnið, fór allt að verða örðugra — og nú er svo komið, að ég man fátt eitt úr þessu erindi, sem mér var ekki að einhverju leyti kunnugt áður. þannig býst ég við, að flcirum fari — og virðist mér því, að það væri atliugandi fyrir þá, sem tala um bækur og menn í útvarp, að gæta sín fýrir þeirri freist- ingu að drepa lauslega á mjög margt í sama erindi. þá vildi ég og mega stinga því að höf- undinum, að mér þótti hann nokkuð ó- vandur á mál. Norskan skaut upp koll- inum miklu oftar, heldur en þegar hann bað afsökunar á henni. Kvöldvaka Vilhjálms p. Gislasonar þ. 11. dcs. var yfirleitt skemmtileg. það er á- reiðanlega til bóta, að skipta kvöldvök- unum þannig niður milli stuttra dag- skrárliða, eins og gert hefur verið nú í seinni tíð. Auk þess sem kvöldvaka þessi var ágæt sem kvöldvaka, þá var hún einnig hinn ákjósanlegasti bókaþáttur.— þaina voru lesnir smákaflar úr einum fjórum eða fimm bókum, sem nýlega hafa komið út. Kaflar þessir voru skemmtileg- ir og valdir þannig, að áheyrandinn fékk hugmynd um aðalefni bókanna. Reyndar dró það nolckuð úr ánægjunni, að enginn upplesaranna, nema V. þ. G., virtist kunna neitt til upplestrar. Lestur hinna tveggja var líílaus og tilbreytingasnauð- ur. Söngur Ágústar Bjarnasonar féll mér sérlega vel í geð, betur en ég hafði búizt við. Gunnar Pálsson virtist mér aftur tæplega njóta sín eins vel og venjulega, og rödd Guðmundar Marteinssonar þótli mér ekki falleg — ekki vel hrein og lit- laus. En ég tek fram, að ég tala hér að- eins sem almennur áheyrandi, sem hlust- aði af alúð, en vantar allar sérþekkingu á sönglist. K. F. Úr bréfi frá útsöhimanni Útvarpstíðinda á Húsavík. Húsavík, 22. nóv. 1940. Þrátt fyrir verðhækkun á Útvarpstíðind- um hefur aðeins einn kaupandi hætt, og er það ekki hækkuninni að kenna, enda er hún sízt meiri en búast mætti við, en nokkrir nýir kaupendur hafa bætzt við. llér í Húsavík eni margir útvarpsnotend- ur, en við eigum hér við fullkomin vandræði að stríða, síðan stöðin hætti að útvarpa með í'ullri orku. Minsk truflar mjög mikið, svo að sum kvöld má ekki á milli heyra, hvor sterkari er, hún eða Reykjavík. Og svo bætist nnnnð við, sízt betra. Þegar skipt vnr um straum í Hafnarfirði, voru keypt hingað allmörg viðtælci þaðan, tveggja og þriggja lampa. (Hér er rakstraumur). •— Nægðu þau vél til ajð ná Reykjavík, á meðan útvarpað var með fullri orku. En síðan því var hætt, hefur verið illmögúlegt að hafa gagn af útvarpi frá Reykjavík í þessi tæki, og þegnr verið er að reyna að ÚTVARPSTÍÐINDI 141

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.