Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 10
Lyga-Möíður eftir JÓHANN SIGURJÓNSSON. Leikið í útvarpið 8. jan. Hlutverk er þessi: Hildigunnur.................... Soffía Guðlaugsd. Flosi ............ Tómas Hallgrímsson Njáll ............. Haraldur Björnsson Bergþóra ..... Gunnþórunn Halldórsd. Skarphéðinn ........... Brynjólfur Jóh. þorgerður ........ Anna Guðmundsd. Kolfinna..........................Nína Sveinsdóttir þórkatla ............ Hildur Kalman Mörður .............................. Höskuldur ........................... Ketill ............ Valdimar Helgason Leikstjóri Har. Björnsson. Lyga-Mörður er það eina af verk- um Jóhanns Sigurjónssonar, sem al- drei hefur komið fram á íslenzku fyrr. — Eins og flest af verkum Jó- hanns, var þetta upphaflega ritað á dönsku og var sýnt einu sinni á Konunglega leikhúsinu í Höfn. Það þótti ekki njóta sín vel þar, enda þótt mjög væri til sýningarinnar vandað og ógrynni fjár kostað til.— Sýningin þótti þó svipmikil á leik- sviði, einkum sjálf Njálsbrenna. Kunnugir telja Lyga-Mörð eitt merkasta verk Jóhanns — enda lengst af leikritum hans. Er sízt að unda, þótt það sé all-fyrirferðarmik- ið, þar sem það tekur til meðferðar allan aðalkjarnann í Njálssögu. Forleikurinn er það eina af leik- ritinu, sem flutt hefur verið í út- varp áður — og hann hefur einnig verið sýndur á Akureyri fyrir nokkr- um árum (af H. B. og Ág. Kvaran)’. Hann fer fram í klettagjá, þar sem þeir Valgarður grái og Mörður son- ur hans ræðast við. Eins og aðrir Is- lendingar, hefur Valgarður grái orð- ið að hílíta úrskurði Ljósvetninga- goðans á Alþingi árið 1000 og játa kristna trú. En hann hatar þessa trú og blótar á laun sín gömlu goð. 1 forleik þessum kemur skýrt fram hatur hans á kristindóminum og öf- undin til Njáls og sona hans. 1 sam- tali þessu leggur Valgarður syni sín- um þau ráð, sem verða orsök að vígi Höskuldar Hvítanessgoða, Njáls- 154 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.