Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Blaðsíða 11
Böðvar frá Hnífsdal sem Mörður. (Úr leikför um Norðurland fyrir nokkr- um árum). brennu og öðrum stórviðburðum Njálu. Fyrsti þáttur er veizla hjá Höskuldi Hvítanessgoða. Þar kemur Mörð- ur því til leiðar, að Skarphéðinn og Höskuldur skilja ósáttir. Annar þáttur fer fram í stórri hlöðu hjá Njáli. Þar rægir Mörður Hvítanessgoðann fyrir Njálssonum, svo að Skarphéðinn ákveður að drepa hann. Þriðji þáttur gerist að Vörsabæ, heimili Höskuldar. Þar er konu hans, Hildigunni, tilkynnt, að Skarphéðinn hafi vegið bónda hennar. í fjórða þætti er veizla hjá Hildigunni, sem haldin er fyrir Flosa á Svínafelli, föðurbróður hennar, og menn hans. Þar skeður sá alkunni viðburður, er Hildigunnur kastar alblóðugri skikkjunni, sem Höskuldur var veg- inn í, yfir herðar Flosa og eggjar hann fast til hefnda. — Veizlan end- ar með því, að Flosi fer brott í reiði, ásamt mönnum sínum. Fimmti þáttur er í tveim atriðum. Hið fyrra gerist úti á Bergþórshvoli. þegar Flosi ríður að bænum með liði sínu, en Njálssynir búast til varnar í bænum eftir ráði Njáls. Leiknum lýkur svo með Njáls- brennu. „Níunda hl1ómkviðan“.Framh. af bls. 153 Elýsium! Fagnandi nálgumst vér hof þitt, þú liimneska! Töfrar þinir binda aftur það, sem hégóminn hefir rofið; allir menn verða brœður í svala vœngja þinna“ (Lausleg þýðing 1. erindisins). Ekki skal farið út í að skýra 'hljóm- kviðuna og byggingu hennar nánar að þessu sinni, verður slíkt að bíða seinna tœkifœris. En mér þykir rétt að nefna aðeins hljómsveitarskipan verksins og birta aðalstef kórþáttarins. Fljótt. pp seinna f Hljómsveitarskipanin er eins og hér segir: A. Tréblásturshljóðfæri: 3 flautur, 2 óbó, 2 klarinettur, 3 fagot. B. Málmlúðrar: 4 horn, 2 trombur, 3 básúnur. C. Slaghljóðfæri: bumbur, málmgjöll o. s. frv. D. Strokhljóðfæri: fyrstar fiðlur, aðrar fiðlur, lágfiðlur, hnéfiðlur, stórgígjur. Við þetta bætist í seinasta þættinum 4-raddaður, blandaður kór og einsöngs- kvartett. Ljóðin eru eftir Schiller. R. A. ÚTVARPSTÍÐINDI 155

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.