Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 6
Gömlu hjónin (Brynj. og Gunnþ.). mín þar komið inn hjá mér þeirri skoðun, að leiktilraunir ungs fólks úti um land séu hverju héraði til menningarauka, sérstaklega ef ekki eru teknir eintómir skrípaleikir. Ekki fór ég að leggja verulega stund á að skrifa leikrit fyrr en eftir að ég kom vestur um haf. Þar skrif- aði ég tvo jólaleiki á ensku handa sunnudagaskóla kirkjunnar minn- ar. Voru þeir sýndir í Wynyard. En líklega hefur það verið hvatning vinar míns, Árna Sigurðssonar, sem því olli, að ég einsetti mér að halla mér fyrst og fremst að þessari teg- und skáldskapar. Árni er ágætur leikari, leikstjóri og leiktjaldamál- ari. Hann setti á svið fyrsta leikinn minn í Winnipeg. — Enn gæti ég ef til vill sagt, að bygging þjóðleik- hússins hafi ýtt undir mig eins og fleiri unga höfunda. Við lifum sem sé í þeirri von, að þrátt fyrir ástand- ið komi sú stund fyrr en varir að við eigum leikhús, sem er leikhús að innan ekki síður en að utan. Leikskrá: Ásmundur, gamall form.......Brynj. Jóh. Hildur, kona hans.....Gunnþ. HallcLórsd. Grímur, sonur þeirra .. AlfreS Andrésson Helga, fósturd. þeirra......Alda Möller Valur Arason............. Valur Gíslason Erla ....................... Þóra Borg Leikstjóri er: lndrxSi Waage. Ræða JÓNASAR ÞORBERGSSONAR, ÚTVARPSSTJÓRA á tíu ára afmæli útvarpsins Góðir útvarpshlustendur! Tíu ár eru í dag liðin frá því, er fyrst var hafið útvarp reglubundinn- ar dagskrár Ríkisútvarpsins. Áður hafði verið unnið að stofnun þess með lagasetningu, samningagerðum og á annan hátt. Sumarið 1930 var unnið að stöðvarsmíðinni, stofnun viðtækjaverslunarinnar, skrifstofu- halds, skýrslugerða um útvarpsnot í landinu, innheimtukerfis og starfs- mannaráðningum. Og undir haust var stofnuninni loks komið fyrir í næsta þröngum og fátæklegum húsakynnum í Hafnarstræti 10 í Reykjavík. Stofnunin átti í byrjun, og á reyndar enn, við þröngan kost að búa, eins og vonlegt er í okkar fámenni. — Árið 1931 — fyrsta heila starfsárið — kostaði hver út- varpsstund okkur 170 krónur. —■ Það sama ár kostaði hún 740 krón- 174 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.