Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 8
röð þjóða um útvarpsnot, miðað við fólksfjölda. Má af því ráða hvoru- tveggja, hversu þörfin var brýn að brúa á þennan hátt miRlar f jarlægð- ir manna í milli á þessu landi, og að viðleitni stofnunarinnar að greiða fyrir útvarpsnotunum hefur ekki verið unnin fyrir gíg. Tíu ár eru ekki langt skc-ið í þjóðarævinni. En tíu ára skeið getur þó orðið auðugra mikils háttar vi'- burðum, örlagaríkara og markað dýpra um framtíðarkjör og farnað þjóðarinnar heldur en áður hafa orkað lengri skeið í ævi hennar, — jafnvel heilar aldir. Og þetta mun mega segja um nokkra hina síðustu áratugi í sögu Islendinga. Tíu ár þau, sem nú eru liðin frá upphafi Ríkisútvarpsins, verður væntanlega aðeins einn af ótöldum áföngum í ævi þess. En hann verður sá merk- asti. Á þessum árum hefur stofnun- in vaxið af grunni, valið sér form og starfshætti í samsvörun við brýn- ustu þarfir landsmanna og getu þeirra. Brautin er þannig rudd til aukins vaxtar og margháttaðra starfs, eftir því sem þarfir krefjast og geta leyfir á ókomnum tugum ára. Enn er stofnunin að vísu ekki komin yfir allar torfærur uppvaxt- arins. Hún hefur nýlega orðið að taka sér á herðar þunga skulda- byrði vegna orkuaukningar útvarps- stöðvarinnar og endurvarpsstöðvar- innar á Austurlandi. Næsta stór- verkefni hennar framundan verður það, að eignast hús í Reykjavík. Allar deildir hennar og starfsgrein- ir búa í leigðum húsakynnum, að- eins að litlu leyti sniðnum við henn- ar hæfi, og að því er tekur til út- varpssala og undirbúnings dag- skrár, býr hún við mjög þröngan og ófullnægjandi húsakost. En mikil ó- leyst verkefni framundan hvetja okkur til nýrra átaka, svo sem gert hafa margir örðugleikar hinna fyrstu uppvaxtarára. Og stofnunin mun vaxa með þjóðinni og sækja að settu marki, að verða fjárhags- lega sjálfstæð menningarstofnun almennings í landinu, með hlustend- ur, unnendur og góðfúsa gagnrýn- endur á hverju heimili til sjávar og sveita. Og þegar ég nú lít yfir liðin tíu ár, þá get ég tæplega skilist svo við þessar hugleiðingar mínar, að ég ekki minnist á það, sem ykkur, hlustendur mínír, 'er reyndlar vel kunnugt um, að það hefur stundum verið nokkuð gustsamt um stofnun- ina og um sjálfan mig. Nú skulið þið ekki ætla, að ég vilji neyta hér tækifæris til þess að rétta hlut minn í áliti ykkar, að því leyti sem honum kann að vera þar áfátt. Því síður skulið þið halda, að ég muni bera hér fram ásakanir á hendur neinum manni. Til þess væri mér staður og stund allt of hjartfólgin. En mig langar til að segja ykkur það hér og segja ykkur það nú, að ég hefi vax- ið með þessari stofnun. Mörgum ykkar er það í fersku minni, að ég gekk að þessu starfi beint frá rit- stjórn í einhverjum hinum svæsn- ustu pólitísku flokkadeilum, sem háðar hafa verið í landinu, og átti pólitíska fjandmenn að kalla mátti í öðru hverju húsi. Mér var því eðli- lega mjög vantreyst um stjórn á fréttunum hin fyrstu ár. Mér var vantreyst til réttlætis. Það varð því eitt af örðugustu viðfangsefnum mínum, en jafnframt það, sem varð mér ljúfast og kærast, að sigrast á þessari tortryggni fyrrverandi and- stæðinga minna. Og ég álít sjálfur, að mér hafi unnizt mjög á í því efni. 176 ÚTVAkPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.