Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 2
Á sveitabæ nokkrum skemmtu menn sér við að segja draugasögur. Gömul kona sagði þá eftirifarandi sögu: — Einu sinni var vinnukona á bæ. Þar var líka um tíma maður, sem henni leizt vel á, en heldur þótti henni hann feiminn og uppburðarlítill í ástamálum. Þessi maður svaf í framhýsi. Eina nótt vaknar hann við það, að einhver er að rjála við gluggann. Verður honum ekki um sel, því að reimt átti að vera í herberginu, og breiðir sængina upp yfir liöfuð og lætur sem minnst á sér bera. — Hej'rir hann, að glugginn er opnaður og síðan þrusk nokkurt. Eftir dálitla stund, smeygir einhver sér með varúð upp í til hans. Verður hann nú hálfu hræddari, en gengur brátt úr skugga um, að ekki sá ástæða til að óttast, því að þarna var kom- in vinnukonan, ljóslifandi. Ekki er annars getið, en vel hafi farið á með þeim. — „En aldrei sagði hann neinum frá þessu, bless- aSur drengurinn“, bætti gamla konan við að lokum. Talshœttir. í daglegu máli, bæði ræðu og riti, notum við ýmsa talshætti og orðasambönd, sem flestir vita hvað merkja, þótt fáir kunni skil á uppruna þeirra. Margir þeirra eru af íslenzkum rótum runnir, og myndun þeirra augljós hverjum manni. Aðrir eru ekki ein:! auðskildir, og oft erfitt eða ókleift að gera ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega aB vetrinum, 28 tölubl. 16 blaOsICur hvert. 3. árgangur koatar kr. 7.50 til áskrlfenda og greiCist fyrlr- fram. 1 lausasölu kostar heftlS 35 aura. Ritstjðri og ábyrgBarmaCur: KRISTJÁN PRIÐRIKSSON BergstaOastr. 48. - Slmi 4937 Afgr. I Austurstr. 12. - Slmi 6046 utKefandli H/f. Hlustandinn. lsafoldarprentamiOja b/f. sér fulla grein fyrir, hvernig þeir eru hugs- aðir. Þá eru sumir af erlendum uppruna, og skulu hér nefndir nokkrir slíkir tals- hættir og orðasambönd. Frelsi, jafnrétti og brœðralag voru eink- unnarorð frönsku stjórnarbyltingarinnar og hafa síðan staðið á öllum opinberum, frönskum byggingum. Þau eru talin vera runnin frá spænsk-frönskum ritstjóra og prentara, Momoro að nafni, sem stóð fynr öllum opinberum hátíðahöldum, meðan byltingin stóð yfir, sérstaklega þeim, þar sem „gyðja skynseminnar" var tilbeðin. Þeim heiður, sem heiður ber, er tekið úr kvæði þýzka skáldsins Schillers „Til gleð- innar“ („An die Freude“): „Dem Ver- dienste seine Krone“. Bauði þráðurinn. í gegnum skipskaðla enska flotans liggur að endilöngu rauður þáttur, sem ekki er hægt að nema burt, án þess að kaðallinn rakni allur. Rauði þrúð- urinn sannar því eignarrctt ríkisins á kaðl- inum. Ó, þú heilaga einfeldni. (Latína: 0, sancta simplicitas) er mælt, að Jóhann Iíuss hafi sagt á bálinu, er hann sá bónda nokkurn kasta skíðum á bálið. FÖTIN SKAPA MANNINN Látið mig sauma fötin. Guðmundur Benjamínsson P. O. Box 84. Laugavegi 6. Sími 3240. 186 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.