Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 5
ræna. Upp af þeim vaxa svo rím- urnar, sem eins og kunnugt er, þró- uðust í þá átt, að meiri og meiri áherzla var lögð á rímið, sem að síðustu kæfði hið skáldlega í mold- viðri dýrra hátta. — Formið nær þar aftur yfirhöndinni. En svo kemui* enn afturhvarf eða endur- vakning. Hún kemur með Jónasi Hallgrímssyni, Bjarna, Grími og fleiri af góðskáldum 19. aldar- innar. E. t. v. á svo sema sagan enn eftir að endurtaka sig á 20. öldinni. Mér virðist sumt benda í þá átt, þó að á annan hátt sé en áður. En þetta eru nú allt mínirfrómu þankar, sem leikmanns og skulum við ekki fara lengra út í þessa sálma. — Vilduð þér svo ekki opna hjarta yðar um störfin í útvarpsráði. — Ég get lítið um þao sagt. Hef ég þó átt þar sæti síðan 1934 og á þeim tíma setið í þrem útvarpsráð- um og haft ánægju af starfinu. — Hafið þér ekki haft þar frum- kvæði um eitthvað sérstakt? Ég hef stungið þar upp á ýmsum nýmælum, og hafa sum þeirra náð fram að ganga, en önnur ekki. Ég átti þannig tillöguna um útvarps- söguna, og þáttinn um daginn og veginn, ’sem var hugsaður sem fréttaauki. Var raunar hugmynd mín, að hann kæmi oftar fram, jafn- vel daglega, en það hefur reynzt ó- framkvæmanlegt. Annars hef ég í útvarpsráði kynnzt ýmsum erfiðleikum í sam- bandi við rekstur útvarpsins. Það virðist t. d. meiri örðugleikum bund- ið, að fá góða fyrirlesara en maður gæti í fljótu bragði haldið. Þetta er annars að sumu leyti eðlilegt, því að vér erum enn svo skammt komnir í því, að gera oss grein fyrir þ .i rri sérstöku tækni í máli og framsetn- ingu, sem útvarpið krefst. — Mér virðist allt of margir semja erindi sín eins og þeir væru að skrifa tíma- ritsgrein, en útvarpið gerir aðrar kröfur. Það þarf að laga efnið á sér- stakan hátt fyrir hljóðnemann. — I hverju er hann fólginn, sá munur, sem þér teljið, að eigi að vera á útvarpserindinu og tímarits- greininni? — Ég tel mig ekki geta sett mig á háan hest og sagt, að svona skuli það vera og svona ekki, en e. t. v. mætti þó benda á, að útvarpshlust- andinn, sem í mörgum tilfellum hlustar við vinnu sína, krefst þess, að ræðumaðurinn veki áhuga hans strax í byrjun erindisins, annars er hætt við, að þráðurinn tapist, og þá hefur fyrirlesarinn í flestum tilfell- um beðið endanlegan ósigur í þeirri baráttu, sem á hverri stund fer fram um athygli áheyrandans. — Má í þessu sambandi skjóta inn í, að út- varpsblað, getur unnið mikið gagn, með því að vekja athygli fólks fyr- irfram á því efni, sem koma skal —. Aftur á móti er athygli lesandi manns ekki eins hvarflandi, vegna þess, að hann er með lestrinum virk- ur þátttakandi. Þá vil ég einnig nefna, að út- varpshlustandinn gerir strangari kröfur um glöggan mun á aukaat- riðum og aðalatriðunum. Hann krefst þess af fýrirlesaranum, að hann leggi þeim mun meiri þunga í aðalatriði, sem þau eru meira verð, en önnur, en að aðeins sé drep- ið á aulcaatriði eða þeim sleppt með öllu. Lesandi tímaritsins getur oft í rólegheitum áttað sig á heilli röð aukaatriða og sjálfur numið stað- ar við aðalatriðin. En auk þessa tel ég víst, að enn séu margar gátur óráðnar í sam- i' 189 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.