Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 7
Stúlkan svaraði ekki, og’ ég hélt áfram: „Sumt kvenfólk hefur digra hand- leggi, en mjóan bol. Sumar eru vel vaxnar að framan, en illa vaxnar að aftan. Enn aðrar eru vel vaxnar að aftan, en hafa ljótan vöxt að framan. öll þessi vaxtarlög eru auðvitað mjög falleg — mjög töfrandi — en mig langar mikið til að vita, hvernig hús- móðir þín er vaxin. Ef þú segir mér það afdráttarlaust, mun ég gefa þér meiri peninga". Césarine horfði rannsakandi á mig, hló hjartanlega og sagði: „Að undanteknu því, að hún er dökkhærð, er hún sköpuð alveg eins og ég“. Síðan hljóp hún á burt. Og ég stóð eftir eins og bjáni. En ég hét því, að ég skyldi þó að minnsta kosti ná mér niðri á þessari þrjósku vinnukonu. Klukkutíma seinna fór ég hljóð- lega inn í herbergið, þar sem hún hlustaði eftir hrotum mínum, og slökkti Ijósið. Hún kom um miðnætti til að halda vörð, og þegar hún varð mín vör, ætlaði hún að reka upp hljóð, en ég lokaði munni hennar með lófunum og gekk úr skugga um, að ef hún hefði ekki logið að mér, væri frú de Jadelle sannarlega vel sköpuð. Ég verð að játa, að ég hafði gaman af þessari rannsókn, og það leit út fyrir, að Césarine skemmti sér ekki síður en ég. Hún var af hinum dá- samlega normanska kyni, sem er hvorttveggja í senn, bæði hoidugt og grannvaxið. Við urðum brátt góðir vinir. Hún var náttúrleg í framkomu sinni og skynsöm, og hún virtist sköpuð til ásta. Henni var ókunnugt um nokkr- ar hreinlætisvenjur, en ég kenndi henni þær fljótt, og gaf henni strax sama kvöldið glas af kölnarvatni. Ánægjan, sem hún veitti mér, gerði mér mögulegt að bíða með þolinmæði eftir úrskurði frú de Jadelle, og framkoma mín varð róleg og óað- finnanleg. Og frú de Jadelle var sýni- lega ánægð með mig, og ég varð þess var, að ég mundi brátt fá fulla við- urkenningu. Ég var sannarlega einn hamingju- samasti maður heimsins, þar sem ég beið eftir löglegum kossi þeirrar konu, sem ég elskaði, í örmum ungrar og fallegrar stúlku. Og nú, lesandi góður, kem ég að hinu áhrifamikla atriði. Eitt kvöld, þegar við komum heim úr útreiðarferð, var frú de Jadelle mjög óánægð út af því, að hesta- sveinarnir höfðu ekki farið eftir fyr- irmælum hennar á einhvern hátt, og hún endurtók aftur og aftur: „Þeir ættu að vara sig; ég veit, hvernig ég get staðið þá að verki“. Um nóttina svaf ég rólega í rúmi mínu, og vaknaði snemma morguns, dásamlega útsofinn og hress, og klæddi mig. Ég hafði lagt það í vana minn að Framh. á bls. 198. Úr sögu sönglistarinnar IV. Þáitur fslands í sðuglist miðalda (Meö tóndæmum) Nú er Robert Abraham kominn að því tímabili í sögu sönglistarinn- ar, er Island fer að koma fram á sjónarsviðið. í þessu erindi mun hann gera grein fyrir hinni þjóðlegu sönglist íslendinga, sem hélzt óbreytt um margar aldir. Er þar einkum um að ræða hinn svo nefnda tvísöng og rímnalög, er að dómi fræðimanna hafa ótvírætt sögulegt gildi, hvað sem líður hinum listrænu verðmæt- um þeirra. ÚTYARPSTÍÐINDI 191

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.